Henry George

From Wikipedia, the free encyclopedia

Henry George
Remove ads

Henry George (2. september 1839, 29. október 1897) var sjálfmenntaður bandarískur hagfræðingur sem er frægur fyrir að hafa lagt fram hugmynd sína um stakan skatt á jarðeignir. Heimspeki- og hagfræðilega hugmyndafræðin georgismi, sem áréttar að maðurinn eigi eigin framleiðslu en allir eigi sameiginlega náttúruleg gæði, er kennd við hann. George gaf út bókina Framfarir og fátækt árið 1879 og naut hún mikilla vinsælda, í Bandaríkjunum seldust þrjár milljónir eintaka.

Thumb
Henry George, árið 1865.
Remove ads

Georgismi

Thumb
Science of political economy, 1898

George bjó í Kaliforníu í San Francisco um miðja 19. öldina og varð vitni að því að verð á jörðum í kringum borgina jókst í takt við fólksfjöldann eftir því sem borgarmörkin þöndust út. Hann hafði einnig tekið eftir því að þegar járnbrautateinar voru lagðir yfir Bandaríkin þver og endilöng jókst verð landsins sem leggja átti teinana yfir. Honum þótti þetta óréttlátt, að menn fengju að njóta góðs af einhverju sem þeir hefðu í sjálfu sér ekki unnið til. Því lagði hann til að lagður yrði jarðrentuskattur á hagnað af sölu gæða jarðarinnar sem yrði svo dreift jafnt til allra þegna. Afleggja mætti alla aðra skatta og yrði ríkið fjármagnað með þessum hætti.

Remove ads

Áhrif á Íslandi

Á Íslandi urðu Benedikt Jónsson á Auðnum og Jónas Jónsson frá Hriflu fyrir miklum áhrifum frá George. Árið 1915 hófst útgáfa tímaritsins Rétts, sem að komu fylgismenn Georges.[1]

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads