Hjörvar Hafliðason

íslenskur fjölmiðlamaður og fyrrum knattspyrnumaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Hjörvar Hafliðason (fæddur 6. október 1980) er íslenskur fjölmiðlamaður og fyrrum knattspyrnumaður. Hann hefur viðurnefnið Dr. Football. Hjörvar spilaði sem markmaður 1998 til 2017 með hléum. Hann var í Breiðablik, Val, Augnablik og HK. Tímabilið 2000–01 var Hjörvar til reynslu hjá Stoke City.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Meistaraflokksferill1 ...

Hjörvar hefur starfað á Stöð 2 Sport og hefur verið fenginn sem álitsgjafi þar. Hann fer nú fyrir hljóðveitunni Dr. Football sem kemur út nokkrum sinnum í viku. Þar er fjallað um knattspyrnu á Íslandi, Evrópu og um heiminn. Hjörvar var íþróttastjóri Viaplay á Íslandi en þar er m.a. sýnd knattspyrna frá Þýskalandi og Norðurlöndum.

Hjörvar starfaði um árabil á útvarpsstöðinni FM957 og var hann einn af stofnendum morgunþáttarins Brennslan. Hann er einnig einn af upprunalegu meðlimum útvarpsþáttarins FM95BLÖ.

Eiginkona Hjörvars er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads