Hosni Mubarak
4. forseti Egyptalands (1928-2020) From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Múhameð Hosni Said Mubarak (arabíska : محمد حسنى سيد مبارك ) (fæddur 4. maí 1928, látinn 25. febrúar 2020), almennt þekktur undir nafninu Hosni Mubarak (arabíska: حسنى مبارك ) var fjórði forseti Egyptalands frá 14. október 1981 til 11. febrúar 2011 en hann sagði af sér í kjölfar mikilla mótmæla.
Mubarak var útnefndur varaforseti Egyptalands eftir að hafa klifrað upp metorðastigann í egypska flughernum. Hann tók við forsetastóli af Anwar Sadat eftir að sá síðarnefndi var myrtur af öfgamönnum í kjölfar friðarsamkomulags hans við Ísrael.[1]
Embætti forseta Egyptalands er almennt talin valdamesta staða í Arabaheiminum. Mubarak hélt fast um stjórnartaumana allan feril sinn í embætti en leyfði þó lýðræðislegar kosningar í landinu.
Eftir að Mubarak var steypt af stóli var hann handtekinn og ákærður fyrir ýmsa glæpi, meðal annars fyrir að hafa beitt forsetavaldi sínu til að láta myrða fólk í byltingunni 2011. Mubarak dvaldi undir ströngu eftirliti í fangelsum og hersjúkrahúsum næstu árin en var loks sýknaður og endanlega látinn laus árið 2017.[2] Mubarak lést á sjúkrahúsi í Kaíró árið 2020.[3]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads