Kyn (málfræði)

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Kyn er nafnorðaflokkur í málfræði þeirra tungumála sem greina nafnorð með þeim hætti. Málfræðilegt kyn nafnorða á oft lítið skylt við líffræðilegt kyn þeirra hluta sem nafnorðið vísar til. Kynin eru oft tvö til fjögur. Algengt er að greina sundur kvenkyn og karlkyn; og stundum líka hvorugkyn, líkt og í íslensku.[1] Í þessum tungumálum greinast öll eða næstum öll nafnorð eftir málfræðilegu kyni, og auk þess líka greinir, lýsingarorð og fornöfn, eftir því nafnorði sem þau vísa til.

Sum tungumál eins og danska hafa aðeins samkyn og hvorugkyn, þar sem samkynið er staðgengill fyrir bæði karl- og kvenkyn. Sum tungumál nota lifun til að flokka nafnorð í lifandi/dauða hluti,[2] og önnur nota sérstök kyn þegar vísað er til manneskju eða annarra fyrirbæra. Kynin geta því orðið mörg í sumum málum.[3][4] Samkvæmt gagnasafninu World Atlas of Language Structures (WALS) hefur tæplega helmingur tungumála í gagnasafninu einhvers konar kyn, og þar af eru 50 mál með aðeins tvö kyn.[5]

Remove ads

Kyn í íslensku

Kvenkyn

Kvenkynið (skammstafað sem kvk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „hún“ fyrir framan, dæmi:

„Stelpa“. Hún stelpan.

„stelpa“ er þá í kvenkyni.

Karlkyn

Karlkynið (skammstafað sem kk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „hann“ fyrir framan, dæmi:

„Bolti“. Hann boltinn.

„Bolti“ er þá karlkyns orð.

Hvorugkyn

Hvorugkynið (skammstafað sem hk. eða hvk.) í íslensku er hægt að finna með því að sjá hvort það passi að segja persónufornafnið „það“ fyrir framan, dæmi:

„Lýsi“. Það lýsið.

„Lýsi“ er þá hvorugkyns orð. Önnur leið til að vita hvort orð sé hvorugkyn er að setja „mitt“ fyrir aftan orðið. Til dæmis „húsið mitt“.

En vegna þess að þessi aðferð byggist á því að góð þekking í íslensku sé til staðar, geta útlendingar eða þeir sem að hafa ekki góðan skilning á íslensku ekki notað hana. Í stað ætti að læra kyn hvers nafnorðs utan að. Kyn sumra orða eru rökrétt, svo dæmi sé tekið:

„Kona“ (kvk.)
„Karl“ (kk.)
„Stelpa“ (kvk.)

En kyn flestra orða er ekki á rökum reist:

„Hestur“ (kk.)
„Hrísgrjón“ (hk.)
„Ljón“ (hk.)
„Api“ (kk.)
„Geimflaug“ (kvk.)

Þannig að ekki er hægt að „álykta“ kyn einhvers orðs.

Samsett orð

Ef orð er samsett, tekur orðið kyn síðasta orðsins:

Karl (kk.) + kyn (hk.) = Karlkyn (hk.)
Tölva (kvk.) + leikur (kk.) = Tölvuleikur (kk.)
Remove ads

Kyn í latínu

Kvenkyn

Fyrsta fallbeygingin í latínu (sem endar á -a) inniheldur aðallega kvenkyns orð (eins og puella (stelpa), femina (kona) og domina (frú)) en þó eru nokkur orð sem eru í karlkyni (nauta (sjómaður), agricola (bóndi)). Þessi orð fallbeygjast oftast með -ae eða -æ, svo dæmi séu tekin; „puellae“ (stelpur), „feminae“ (konur), „dominae“ (frúr), „nautae“ (sjómenn) og „agricolae“ (bændur).

Karlkyn

Önnur fallbeygingin í latínu (sem endar á -us og -um) hefur bæði karlkyns- og hvorugkynsorð. Orðin sem enda á -us eru oftast karlkyns eins og dominus (herra), agellus (lítið landsvæði) og cunarius (karlkyns barnfóstra) (og enda þau á -i í fleirtölu; Domini, agelli og cunarii). Nokkur karlkyns orð í annarri fallbeygingu enda hinsvegar ekki á -us í nefnifalli eintölu en beygjast samt eins og karlkyns orð í annarri fallbeygingu, eins og puer (strákur) sem er pueri í fleirtölu nefnifalli. Nokkur orð í annarri beygingu sem enda á -us er kvenkyns, einkum heiti borga og landa, trjáa og svo orðið humus (jörð). Orðin vulgus (almenningur), virus (eitur) og pelagus (haf) eru hvorugkyns.

Remove ads

Kyn í þýsku

Sjá aðalsíðu Kyn í þýsku.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads