Nefnifall

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Nefnifall (skammstafað sem nf.) er fall sem fallorð geta staðið í. Nefnifall er almennt notað fyrir frumlag setninga og fyrir sagnfyllingar.

Nánari upplýsingar Föll í málfræði ...
Remove ads

Nefnifall í forngrísku

Frumlag setningar stendur alla jafnan í nefnifalli í forngrísku. Í óbeinni ræðu þar sem gerandi stýrandi sagnar er sá sami og gerandi nafnháttar í óbeinu ræðunni, stendur frumlag nafnháttarins í nefnifalli (sé það tekið fram) en væri annars í þolfalli.

Nefnifall í íslensku

Föll í íslensku
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall

Nefnifall er eitt af fjórum föllum í íslensku. Orð sem eru í nefnifalli eru annaðhvort frumlag setningar eða sagnfylling. Einnig er nefnifall notað í ávörpum. Í sumum örðum tungumálum, svo sem latínu, er sérstakt ávarpsfall notað í þessum tilgangi. Einstöku sinnum er þetta latneska fall notað í íslensku.

Venja er hjá Íslendingum að bæta við hér er fyrir framan nefnifallið í eintölu en hér eru í fleirtölu þegar orð eru fallbeygð sérstaklega.

Sjá einnig

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads