Kvikuinnskot

From Wikipedia, the free encyclopedia

Kvikuinnskot
Remove ads

Kvikuinnskot er hugtak í jarðfræði sem haft er um bergkviku sem kemur úr iðrum jarðar og þrengir sér inn í sprungur í jarðskorpunni eða inn á milli jarðlaga tiltölulega nærri yfirborði. Þau geta verið afar misstór. Lítil kvikuinnskot mynda mjóar og efnislitlar æðar og eitla í jarðlagastaflanum. Berggangar, sem margir hverjir hafa verið aðfærsluæðar eldgosa, teljast til kvikuinnskota. Efnismikil kvikuinnskot geta myndað berghleifa sem eru margir rúmkílómetrar að stærð. Kvikuinnskotum fylgja oft jarðskjálftar og landris. Þekkt innskot á Íslandi eru t.d. Eystrahorn, Vestrahorn, Sandfell í Fáskrúðsfirði, Baula í Borgarfirði, Þverfellsinnskotið í Esju.

Thumb
Berggangar úr basalti, Lord Howe Island, Ástralía
Thumb
Býsna stórt líparítinnskot: Baula á Vesturlandi, lakkolit
Thumb
Þversnid í gegnum Eyjafjallajökul og Kötlu með innskotum og kvikuhólf Kötlu
Remove ads

Tengt efni

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads