Jörundur Ragnarsson

íslenskur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Jörundur Ragnarsson (f. 9. júlí 1979) er íslenskur leikari. Jörundur útskrifaðist með B.F.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Hann hefur bæði leikið á sviði (t.d. Footloose, Lík í óskilum og Killer Joe) sem og í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Fyrsta kvikmynd sem Jörundur lék í var Köld slóð sem Björn Br. Björnsson leikstýrði. Hann fékk svo hlutverk misþroska drengs í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur Veðramót og fyrir það hlutverk fékk hann Edduverðlaun árið 2007. Haustið 2007 lék hann Daníel Sævarsson í Næturvaktinni, persónu sem hefur flosnað upp úr læknisfræði vegna prófkvíða og þunglyndis og tekið að sér starf á bensínstöð. Í framhaldi af velgengni þáttaraðarinnar lék hann einnig í sjónvarpsþáttaröðunum Dagvaktinni og Fangavaktinni, sem síðar ólu af sér kvikmyndina Bjarnfreðarson. Hann lék einnig galdrakarl í Astrópíu og Margeir í Heimsenda.

Remove ads

Kvikmyndir

Nánari upplýsingar Ár, Kvikmynd/Þáttur ...
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads