Jane Lynch

From Wikipedia, the free encyclopedia

Jane Lynch
Remove ads

Jane Marie Lynch (fædd 14. júlí 1960) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Glee, Two and a Half Men, Criminal Minds, og The L Word.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...
Remove ads

Einkalíf

Lynch er fædd og uppalin í Dolton í Illinois og er af írskum og sænskum uppruna. Lynch útskrifaðist með B.A. gráðu í leiklist frá Ríkisháskólanum í Illinois og síðan frá Cornell-háskóla með MFA gráðu í leiklist.

Lynch skrifaði ævisögu sína Happy Accidents sem var gefin út haustið 2011 af Hyperion Voice. Hefur verið kynnir á Do Something verðlaunahátíðinni sem er stærsta verðlaunahátíðin í Bandaríkjunum sem heiðrar fólk sem hafa látið gott að sér leiða fyrir samfélagið.[1]

Lynch er samkynhneigð og giftist Lara Embry árið 2010.[2]

Remove ads

Ferill

Leikhús

Lynch byrjaði leiklistarferill sinn hjá Steppenwolf Theatre Company og grínfarandleikhópnum The Second City og var aðeins ein af tveim konum sem komust inn í hópinn. Lynch hélt áfram að þróa grínhæfileika sína við Annoyance Theater, þar sem hún lék Carol Brady í The Real Live Brady Bunch.[3] Lynch skrifaði og lék í verðlaunaleikritinu Oh Sister, My Sister.[4]

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Lynch var árið 1992 í sjónvarpsmyndinni In the Best Interest of the Children. Lynch hefur komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Party of Five, NewsRadio, 3rd Rock from the Sun, Frasier, JAG, Gilmore Girls, The West Wing, Boston Public, Friends, Monk, CSI: Crime Scene Investigation, Weeds, og Desperate Housewives. Lynch var með stór gestahlutverk í The L Word, Criminal Minds, og Two and a Half Men. Hefur síðan 2009 leikið eitt af aðalhlutverkunum í söngþættinum Glee sem Sue Sylvester.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Lynch var árið 1988 í Taxi Killer og hefur síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Straight Talk, The Fugitive, Best in Show, Collateral Damage, Sleepover, The 40 Year Old Virgin, Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, Alvin and the Chipmunks, Tru Love, og Shrek Forever After.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Ár, Kvikmynd ...
Remove ads

Sjónvarp

Nánari upplýsingar Ár, Kvikmynd ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Ashland Independent Film Festival:

  • 2009: Verðlaun fyrir besta leikhóp fyrir Man Maid.

Emmy verðlaun:

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í grínseríu fyrir Glee.
  • 2010: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í grínseríu fyrir Glee.
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í grínseríu fyrir Two and a Half Men.

Florida Film Critics Circle verðlaunin:

  • 2004: Verðlaun fyrir besta leikhóp fyrir Man Maid.

Ft. Lauderdale International Film Festival:

  • 2008: Verðlaun sem besta grínleikkona fyrir I DO & I Don't.

Golden Globes:

  • 2011: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í þáttaseríu,míniseríu og kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Glee.
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í þáttaseríu,míniseríu og kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Glee.

Gotham verðlaunin:

  • 2006: Tilnefnd fyrir besta leikhóp fyrir For Your Consideration.

Monte-Carlo TV Festival:

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í grínseríu fyrir Glee.

People´s Choice verðlaunin:

  • 2012: Tilnefnd sem uppáhalds sjónvarps grínleikkona.
  • 2011: Verðlaun sem uppáhalds sjónvarps grínleikkona.

Phoenix Film Critics Society verðlaunin:

  • 2004: Tilnefnd fyrir besta leikhóp fyrir A Mighty Wind.

Provincetown International Film Festival:

  • 2008: Faith Hubley Memorial verðlaunin.

Satelite verðlaunin:

  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir þáttaseríu, míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Glee.
  • 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir þáttaseríu, míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir Glee.

Screen Actors Guild verðlaunin:

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í grínseríu fyrir Glee.
  • 2011: Tilnefnd fyrir besta leikhóp í grínseríu fyrir Glee.
  • 2010: Verðlaun fyrir besta leikhóp í grínseríu fyrir Glee.

Screen Actors Guild verðlaunin:

  • 2011: Tilnefnd sem vondikallinn í sjónvarpi fyrir Glee.
  • 2010: Tilnefnd sem vondikallinn í sjónvarpi fyrir Glee.

Television Critics Association verðlaunin:

  • 2010: Verðlaun fyrir einstaklingsframför sem grínleikkona fyrir Glee.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads