Jared Padalecki
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jared Tristan Padalecki (fæddur 19. júlí 1982) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Gilmore Girls og Supernatural.
Einkalíf
Padalecki er fæddur og uppalinn í San Antonio í Texas og er af pólskum ættum föður megin.[1] Padalecki byrjaði að taka leiklistartíma þegar hann var tólf ára. Jared stundaði nám við James Madison High School í San Antonio og var nefndur kandídat fyrir 2000 Presidential Scholars Program. Árið 1998 unnu Padalecki og vinur hans Chris Cardenas National Forensic League ríkiskeppnina í Duo Interpretation.
Padalecki vann Claim to Fame-keppnina sem Fox sjónvarpsstöðin hélt árið 1999 þar sem hann kom fram á Teen Choice verðlaunahátíðinni. Þar kynntist hann núverandi umboðsmanni sínum. Eftir að hafa útskrifast úr menntaskóla árið 2000, þá fluttist hann til Los Angeles, til þess að koma sér áfram í leiklistinni, þrátt fyrir að hafa ætlað í nám við Texas-háskólann í Austin.
Jared var trúlofaður leikkonunni Sandra McCoy en þau hættu síðan saman í apríl 2008 og staðfesti Jared það á Supernatural Dallas ráðstefnunni til þess að stoppa orðróma.
Þann 27. janúar 2010 giftist Jared leikkonunni Genevieve Cortese en þau kynntust við tökur á Supernatural. Jared og Genevieve eignuðust sitt fyrsta barn í mars 2012.[2][3]
Remove ads
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshutverk Padaleckis var árið 2000 í sjónvarpsmyndinni Silent Witness. Sama ár var honum boðið hlutverk í Gilmore Girls sem Dean Forester, sem hann lék til ársins 2005. Hefur hann síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Supernatural sem Sam Winchester.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Padaleckis var árið 1999 í A Little Inside. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við New York Minute, House of Wax þar sem hann lék á móti Paris Hilton, Elisha Cuthbert og Chad Michael Murray og Friday the 13th.
Remove ads
Kvikmyndir
Verðlaun og tilnefningar
Constellation verðlaunin
- 2013: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn The Born-Again Identity fyrir Supernatural.
- 2008: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Born Under a Bad Sign fyrir Supernatural.
- 2007: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Croatoan fyrir Supernatural.
SFX verðlaunin, Bretland
- 2008: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Supernatural.
Teen Choice verðlaunin
- 2011: Tilnefndur sem besti leikari í Sci-Fi/Fantasy seríu fyrir Supernatural.
- 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Supernatural.
- 2005: Tilnefndur sem nýjasta karlstjarnan fyrir House of Wax.
- 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Gilmore Girls.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads