Jeffrey Dean Morgan

From Wikipedia, the free encyclopedia

Jeffrey Dean Morgan
Remove ads

Jeffrey Dean Morgan (fæddur 22. apríl 1966) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Grey's Anatomy, Supernatural, Weeds og Watchmen.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Morgan er frá Seattle og er af skoskum ættum. Hann lék körfubolta í framhaldsskóla og háskóla, þangað til hnémein stoppaði hann. Vann sem grafískur listamaður þangað til hann hjálpaði vini sínum að flytja til Los Angeles.

Morgan fjölskyldunafnið er upprunalega frá Llandaff, Glamorgan, Glamorganshire, Wales, og afkomendur gegnum kvennmenn og óskilgetna blóðlínu frá Játvarði 3. Englandskonungi og Pedro 1. konungi af Kastilíu. Nýr ættleggur kom til Nýja Englands kringum 1600 og á meðal afkomenda eru höfundurinn Charles Edward Ives, forsetinn Millard Fillmore, Rockefeller fjölskyldan, frumkvöðullinn Daniel Boone (f. Daniel Morgan Booone), höfundurinn Tennessee Williams (f. Thomas Lanier Williams), höfundurinn Zelda Sayre (kona F. Scott Fitzgerald), leikkonan Katharine Hepburn (f. Katharine Houghton Hepburn), leikarinn Humphrey Bogart (f. Humphrey Deforest Bogart), uppfinningamaðurinn George Washington Gale Ferris Jr. og höfudurinn Laura Ingalls Wilder (f. Laura Elizabeth Ingalls).

Morgan var giftur einu sinni þegar hann var ungur, samkvæmt viðtali við hann úr Playgirl frá 1997.[1] Lítið er vitað um hjónabandið annað en það endaði í skilnaði.

Morgan byrjaði með leikkonunni Hilarie Burton úr One Tree Hill þáttunum árið 2009 og eignuðust þau son í mars, 2010.[2][3]

Remove ads

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Morgans var árið 1995 í Extreme. Frá 1996-1997 lék hann lækninn Edward Marcase í The Burning Zone. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, CSI: Crime Scene Investigation, Monk og JAG.

Morgan kom fram í þrem sjónvarpsþáttum á sama tíma árið 2005-2006 sem þrjár mismunandi persónur: sem John Winchester í Supernatural sem hinn dularfulli faðir Sams (Jared Padalecki) og Deans (Jensen Ackles); sem hjartasjúklingurinn Denny Duquette í Grey's Anatomy sem var í rómantísku sambandi við Dr. Isobel "Izzie" Stevens; sem Judah Botwin í Weeds. Það sem er merkilegast við þessar persónur er að þær dóu allar, tvær af þeim á skjánum.

Morgan lék hótelstjórann Ike Evans í sjónvarpsþættinum Magic City frá 2012-2013 en hætt var við framleiðslu í ágúst 2013 eftir aðeins tvær þáttaraðir.[4]

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Morgans var árið 1991 í "Uncaged". Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við "Dillinger and Capone", "All Good Things", "Taking Woodstock", "Shanghai" og "Texas Killing Fields".

Morgan lék hinn keðjureykjandi Grínara (The Comedian) í Watchmen, byggt á teiknimyndasögu Alans Moore árið 2009.[5] Morgan lék síðan hinn snjalla Clay í myndinni The Losers sem byggð er á samnefndri teiknimyndasögu árið 2010.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads