Jeju-eyja
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jeju-eyja (jeju/hangúl: 제주도) er stærsta eyja Suður-Kóreu, flatarmál eyjunnar er 1,833.2 km2 sem er 1.83% af öllu landinu.[1] Ásamt umkringjandi eyjum, er Jeju partur af Jeju-héraði og er stærsti partur héraðsins.
Eyjan er í Kóreusundi, suður af kóreuskaga. Jeju fólkið eru frumbyggjar eyjunnar, og hún hefur verið í byggð frá Nýsteinöldinni. Jejumálið er talið vera í bráðri útrýmingarhættu samkvæmt UNESCO. Það er einnig eitt af þeim svæðum í Kóreu þar sem sjamanismi er.[2]
Jeju-eyja er sporöskjulaga og er 73 km frá austri til vesturs og 31 km frá norðri til suðurs, með vægri brekku umhverfis Hallasan í miðjunni. Aðalvegurinn er 181 km og strandlengjan er 258 km. Á norðurenda Jeju-eyju er Gimnyeong-ströndin, á suðurenda er Songak-fjallið, á vesturenda er Suwol-fjallið og á austurendanum er Seongsan Ilchulbong.
Eyjan myndaðist við gos í neðansjávareldfjalli fyrir um það bil tveimur milljónum ára.[3] Á eyjunni er að finna Jeju eldfjallaeyjuna og hraunrennslislögnina, sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.[4] Jeju-eyja hefur heittemprað loftslag; jafnvel á veturna fer hitastigið sjaldan niður fyrir 0 °C. Jeju er vinsæll áfangastaður fyrir frí og stór hluti hagkerfisins byggir á ferðaþjónustu og tengdri efnahagsstarfsemi.
Remove ads
Söguleg nöfn

Eyjan hefur verið kölluð:
- Doi (도이; 島夷; lit. Eyjubarbari)
- Dongyeongju (동영주; 東瀛州)
- Juho (주호; 州胡)
- Tammora (탐모라; 耽牟羅)
- Seomna (섭라; 涉羅)
- Tangna (탁나; 乇羅)
- Tamna (탐나; 耽羅)
- Quelpart, Quelparte or Quelpaert eyja
- Junweonhado (준원하도; 준원下島 þýðir "suðurpartur skaga")
- Taekseungnido (택승니도, þýðir "heita friðsamlega eyjan í Joseon")
- Samdado (삼다도; 三多島) þýðir "Eyja þriggja gnægða")
- Sammudo (삼무도; 三無島)
- Cheju (skrifað svo uns 7 júlí 2000)
Fyrir japönsku innlimunina árið 1910 var eyjan yfirleitt kölluð Quelpart (Quelpaërt, Quelpaert) af Evrópumönnum.[5] Þegar eyjan var undir japanskri stjórn var hún kölluð japanska nafninu Saishū. Nafnið Quelpart, sem kemur úr frönskunni, er staðfest í hollensku eigi síðar en árið 1648 og gæti hafa vísað til fyrsta hollenska skipsins til að sjá eyjuna, quelpaert de Brack, um 1642, eða fremur einhverrar sjónrænnar líkingar eyjarinnar úr einhverju sjónarhorni við þessa tegund skipa (lítill flutningaskip, einnig kallað galiot).
Fyrstu evrópsku landkönnuðirnir sem sáu eyjuna, Portúgalar, kölluðu hana Ilha de Ladrones (Þjófaeyja).[6]
Nafnið „Fungma-eyja“ kom fram í „Kínakorti“ M. Martini, sem kom til Kína sem trúboði árið 1655.[7]
Remove ads
Plöntur og dýr
Margar einlendar plöntu- og dýrategundir hafa fundist á Jeju-eyju.
quelpartensis
- Okeanos quelpartensis Distant, 1911 (óþefspadda)
- Bekkochlamys quelpartensis (Pilsbry & Hirase, 1908) (gastropod)
- Nesticella quelpartensis (Paik & Namkung, 1969) (könguló)
- Plectotropis quelpartensis (Pilsbry & Hirase, 1908) (gastropod)
- Atypus quelpartensis Namkung, 2001 (könguló)
- Homoeocarabus maeander quelpartensis Kwon and Lee, 1984 (bjalla), og fleiri.
Jejuensis
- Stegasta jejuensis Park and Omelko, 1994 (mölfluga)
- Camponotus jejuensis Kim and Kim, 1986 (maur)
- Cosmetura jejuensis Storozhenko and Paik, 2009 (engispretta)
- Martensia jejuensis Y. Lee 2004 (þörungur)
- Huperzia jejuensis B.-Y Sun & J. Lim (lýkópódíum)
chejuensis
- Lycoris chejuensis KH Tae & SC Ko (lilja)
- Apodemus chejuensis Johnson and Jones, 1955 (mús)
- Chondria chejuensis Lee & Yoon 1996 (þörungur)
Remove ads
Saga
Menn hafa búið á eyjunni frá nýsteinöld. Engar sögulegar heimildir hafa fundist um stofnun eða fyrstu sögu Tamna. Ein goðsaga segir að þrír guðlegir stofnendur landsins — Go (고), Yang (양) og Bu (부) — hafi komið upp úr þremur holum í jörðinni á 24. öld f.Kr. Þessar holur, kallaðar Samseonghyeol (삼성혈), eru enn varðveittar í Jeju-borg.[8][9] Þar til árið 938 e.Kr. var eyjan sjálfstætt konungsríki sem hét Tamna (sem þýðir „eyjaríki“), en þá varð það ríki undir Kóreu undir Goryeo-ættinni. Í apríl 1330, á miðju tímabili pólitískra hreinsana í Yuan-veldinu var Toghon Temür sendur í útlegð á þessa afskekktu eyju, sem þá var hluti af undirgefnu Kóreu Goryeo.[10] Árið 1404 setti Taejong af Joseon eyjuna undir harða miðstjórn og lauk Tamna-konungsríkinu.
Frá apríl 1948 til maí 1949 var uppreisn á eyjunni sem kallast Jeju-uppreisnin, þar sem um 30.000 manns voru drepnir og 40.000 flúðu til Japans. Flokkur Suður-Kóreu (WPSK) hóf uppreisn gegn stjórnvöldum í apríl 1948 sem var bæld niður með bandarískum stuðningi í Suður-Kóreu undir stjórn Syngman Rhee. Árið 2003 lýsti þjóðarnefndin fyrir rannsókn á um 3. apríl atburðunum sem þjóðarmorð. Nefndin staðfesti að 14.373 manns voru drepnir í uppreisninni, 86% af öryggissveitum og 14% af uppreisnarmönnum. Nefndin taldi heildarfjölda látinna vera um 30.000.[11] Aðrar heimildir hafa metið tölu hærri, á bilinu 80.000 til 100.000.[12][13] Það var refsivert að minnast á uppreisnina og sættu þeir sem þar gerðu barsmíðum, pyntingum og fangelsisdómi af hálfu stjórnvalda Suður-Kóreu allt til miðs 1990, en eftir það viðurkenndi Suður-Kórea endanlega að Jeju-uppreisnin hefði átt sér stað.[14]
Landslag
Jeju er eldfjallaeyja þar sem Hallasan eldfjallið er, 1.947 metra hátt og hæsta fjall Suður-Kóreu. Eyjan er um það bil 73 kílómetrar á breidd frá austri til vesturs og 41 kílómetri frá norðri til suðurs.[15] Á eyjunni eru einnig um 360 oreum: litlir útdauðir eldfjallar eða hliðaröskjur.[16] Margir þessara staða eru nú vinsælar ferðamannastaðir, svo sem Geomunoreum,[17] Yongnuni Oreum,[18] og Geum Oreum.[19]
Eyjan myndaðist við eldgos fyrir um tveimur milljónum ára, á pleistósentímabilinu.[20] Hún er að mestu úr basalti og hrauni.
Svæði sem nær yfir um 12% (224 ferkílómetrar) af Jeju-eyju kallast gotjawal, staðbundið heiti yfir skóga.[21] Þetta svæði var óbyggt fram á 21. öld, vegna þess að undirstaðan úr apalhrauni gerði það erfitt að rækta þar landbúnað. Þar sem skógurinn hefur haldist óspilltur svo lengi, hefur hann einstaka vistfræði.[22]

Skógurinn er helsta uppspretta grunnvatns og því aðalvatnsuppspretta fyrir hálfa milljón manna á eyjunni, þar sem regnvatn sígur beint niður í grunnvatnslagið í gegnum sprungur í 'a'a-hrauninu undir skógi er Gotjawal-skógurinn talinn alþjóðlega mikilvæg votlendisstaður samkvæmt Ramsar-sáttmálanum af sumum rannsakendum,[23] vegna þess að hann er heimkynni einstaka tegunda plantna og helsta vatnsuppspretta íbúanna, þó að hann hafi ekki enn verið formlega skilgreindur sem Ramsar-svæði.[24]
- Baengnokdam í Hallasan
- Fjöll í Jeju
- Daepo Jusangjeolli Klettar
- Sanbangsan
- Seongsan Ilchulbong.
- Seopjikoji.
- Jeongbang foss.
- Kort af Jeju-eyju.
- Svartsandsströng í suðvestur Jeju.
- Útsýni frá Bomunsa musteri.
- Cheonjiyeon foss í Seogwipo.
- Eldfjallabasaltberg eyjarinnar var hefðbundið notað sem byggingarefni.
- Jeju World Cup Stadium.
Remove ads
Myndun
- Fyrir um það bil 2 milljón árum myndaðist Jeju-eyja vegna eldvirkni.[20]
- Um 1,2 milljónum árum síðan myndaðist kvikuhólf undir hafsbotninum og eldgos hófst.
- Um 700 þúsund árum síðan var eyjan mynduð af eldvirkni. Eldvirknin stöðvaðist síðan í um 100 þúsund ár.
- Um 300 þúsund árum síðan hófst eldvirkni aftur við strandlengjuna.
- Um 100 þúsund árum síðan myndaðist Hallasan-fjallið með eldgosum.
- Um 25 þúsund árum síðan urðu hliðargos við Hallasan-fjallið sem skildu eftir mörg oreum (smærri gígmyndun á hliðum aðal gígsins).
- Stöðvun eldvirkni ásamt langvarandi veðrun og rofi hjálpaði til við að móta eyjuna.[25]
Remove ads
Tilvísanir
External links
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads