Jim Ratcliffe
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sir James Arthur Ratcliffe (f. 18. október 1952) er breskur auðkýfingur, efnafræðingur og viðskiptamaður. Ratcliffe er stjórnarformaður og forstjóri INEOS efnaverkfræði samsteypunnar sem hann stofnaði árið 1998.
Í maí 2018 var Ratcliffe talin einn af ríkustu mönnum Bretlands, þá metin á 21.05 milljarð punda.[1]
Remove ads
Íþróttir
Árið 2020 keypti INEOS fyrirtæki Ratcliffe 33% hlut í Mercedes Formúlu 1 liðinu.[2] Í febrúar 2024, varð Ratcliffe 1/4 eigandi í knattspyrnufélaginu Manchester United og náði stjórn yfir starfsemi liðsins.[3]
Landeignir á Íslandi
Árið 2016 byrjaði Ratcliffe að festa kaup á landi í Vopnafirði. Hann hélt áfram að kaupa jarðir og eftir kaup hans á Grænaþing, félag sem Jóhannes Kristinsson átti, ásamt fjórum öðrum félögum var hann komin með 30 jarðir sem hann átti meirihlut í og minnihluta í ellefu til viðbótar. Flestar þessar jarðir eru í Vopnafirði. Áætlað er að landareign hans séu á bilinu 1400 til 1500 ferkílómetrar sem samsvara um 1,4% af flatarmáli Íslands.[4] Árið 2021 gaf hann út að hann væri hættur að kaupa jarðir á Íslandi þar sem lögum hafði verið breytt svo hann gæti ekki keypt meira.[5]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads