José Villalonga

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

José Villalonga Llorente (12. desember 1919 - 7. ágúst 1973) var sigursæll spænskur knattspyrnuþjálfari. Hann stýrði bæði Real Madrid til sigurs í spænsku deildinni, Atlético Madrid til sigurs í Evrópukeppni og gerði landslið SpánarEvrópumeisturum.

Villalonga tók við liði Real Madrid á miðri leiktíðinni 1954-55 af hinum úrúgvæska Enrique Fernández Viola, þá aðeins 35 ára gamall og án þjálfunarreynslu. Lið Real Madrid var ríkjandi meistari og skipað stórstjörnum á borð við Alfredo di Stefano, Hector Rial og Raymond Kopa. Undir hans stjórn tókst liðinu að verja titilinn, auk þess að sigra í Copa Latino, skammlífri keppni sem líta má á sem forvera Evrópukeppnanna.

Árið eftir urðu Villalonga og Real Madrid fyrstu sigurvegararnir í Evrópukeppni meistaraliða og er hann enn í dag yngsti þjálfarinn sem náð hefur þeim árangri. Síðustu leiktíðina hjá Real, 1956-57, vann liðið þrefalt: deildina, Evrópukeppnina og Copa Latino.

Frá Real lá leiðin til nágrannaliðsins Atlético Madrid sem Villalonga stýrði frá 1959-62. Uppskeran var dágóð. Liðið varð tvívegis spænskur bikarmeistari, náði öðru sæti í deildinni og vann árið 1962 Evrópukeppni bikarhafa.

Í kjölfar þessarar velgengni var Villalonga ráðinn landsliðsþjálfari. Kom hann liði sínu í fjögurra liða úrslitin í Evrópukeppninni 1964. Úrslitakeppnin sjálf fór fram á Spáni og unnu heimamenn þar 2:1 sigur á Sovétmönnum í úrslitaleiknum. Ekki tókst að fylgja eftir þessum góða árangri á HM 1966 í Englandi og lét Villalonga af störfum eftir mótið og einbeitti sér upp frá því að kennslu þjálfaraefna. Hann lést árið 1973, aðeins 53 ára að aldri.

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads