Josh Stewart
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Josh Stewart (fæddur Joshua Regnall Stewart, 6. febrúar 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Third Watch og Dirt.
Remove ads
Einkalíf
Stewart fæddist í Diana, Vestur-Virginíu. Stewart stundaði nám við West Virginia Wesleyan College í eitt ár áður en hann flutti sig yfir til West Virginia háskólann, en þaðan útskrifaðist hann með gráðu í markaðsfræði. Stewart lærði leiklist við T. Schreiber Studio í New York-borg, ásamt því að vera meðlimur að 13th Street Repertory Theatre. Hélt hann áfram að koma fram í leikhúsum í Los Angeles, þar sem hann lék á móti Robert Forster og Brooke Shields í Beacon.[1] Stewart er giftur Deanna Brigidi og saman eiga þau tvö börn.
Remove ads
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta hlutverk Stewart var sem aukaleikari í þættinum To Green, With Love í Dawson's Creek. Árið 2004 þá fékk hann hlutverk sem lögreglumaðurinn Brendan Finney í Third Watch sem hann lék til ársins 2005. Frá 2007-2008 þá lék hann á móti Courteney Cox Arquette í Dirt. Kom Stewart síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, CSI: Miami, The Mentalist og Ghost Whisperer. Hefur síðan 2007 verið með stórt gestahlutverk í Criminal Minds sem William LaMontagne Jr., sem barnsfaðir og kærasti Jennifer Jareau.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Stewart var árið 2006 í Lenexa, 1 Mile. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Jekyll, The Curious Case of Benjamin Button, Law Abiding Citizen og Rehab.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads