Josh Stewart

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Josh Stewart (fæddur Joshua Regnall Stewart, 6. febrúar 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Third Watch og Dirt.

Staðreyndir strax Fæddur, Ár virkur ...
Remove ads

Einkalíf

Stewart fæddist í Diana, Vestur-Virginíu. Stewart stundaði nám við West Virginia Wesleyan College í eitt ár áður en hann flutti sig yfir til West Virginia háskólann, en þaðan útskrifaðist hann með gráðu í markaðsfræði. Stewart lærði leiklist við T. Schreiber Studio í New York-borg, ásamt því að vera meðlimur að 13th Street Repertory Theatre. Hélt hann áfram að koma fram í leikhúsum í Los Angeles, þar sem hann lék á móti Robert Forster og Brooke Shields í Beacon.[1] Stewart er giftur Deanna Brigidi og saman eiga þau tvö börn.

Remove ads

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta hlutverk Stewart var sem aukaleikari í þættinum To Green, With Love í Dawson's Creek. Árið 2004 þá fékk hann hlutverk sem lögreglumaðurinn Brendan Finney í Third Watch sem hann lék til ársins 2005. Frá 2007-2008 þá lék hann á móti Courteney Cox Arquette í Dirt. Kom Stewart síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, CSI: Miami, The Mentalist og Ghost Whisperer. Hefur síðan 2007 verið með stórt gestahlutverk í Criminal Minds sem William LaMontagne Jr., sem barnsfaðir og kærasti Jennifer Jareau.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Stewart var árið 2006 í Lenexa, 1 Mile. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Jekyll, The Curious Case of Benjamin Button, Law Abiding Citizen og Rehab.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads