Judd Hirsch

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Judd Hirsch (fæddur 15. mars 1935) er bandarískur leikari, þekktastur fyrir að leika Alex Reiger í grínsjónvarpsþættinum Taxi og sem Alan Eppes í CBS seríunni Numb3rs.

Staðreyndir strax Fæddur, Ár virkur ...

Einkalíf

Judd Seymore Hirsch fæddist í Bronx í New York. Hirsch var alinn upp í gyðingatrú og faðir hans var innflytjandi frá Rússlandi.[1] Hirsch stundaði nám við De Witt Clinton High School og seinna tók háskólagráðu við City College of New York í eðlisfræði. Hirsch hefur verið giftur tvisvar sinnum og á tvö börn með seinni eiginkonu sinni.

Ferill

Leikhús

Fyrsta leikhúshlutverk Hirsch var árið 1967 í Scuba Duba. Hefur hann síðan komið fram í leikritum á borð við Knock Knock, Conversation With My Father, Seagull, Talley's Folley og I'm Not Rappaport,.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Hirsch var árið 1974 í sjónvarpsmyndinni The Law. Árið 1976 þá var honum boðið hlutverk í Delvecchio, þar sem hann lék rannsóknarfulltrúa til ársins 1977. Síðan árið 1978 þá var honum boðið hlutverk Alex Reiger í Taxi sem hann lék til ársins 1983. Hirsch lék svo aðalhlutverkið í Dear John . Seinna tók hann sama með Bob Newhart í grínþættinum George and Leo. Lék í sjónvarpsþættinum Numb3rs frá 2005-201 sem Alan Eppes, faðir FBI alríkisfulltrúans Don Eppes (Rob Morrow) og Prófessorsins Charlie Eppes (David Krumholtz). Hirsch hefur komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Law & Order: Special Victims Unit, Damages, Warehouse 13 og American Dad.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Hirsch var árið 1971 í Jump. Hirsch var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Ordinary People. Aðrar myndir sem hann hefur leikið í Without a Trace, Teachers og The Goodbye People og Running on Empty leikstýrt af Sidney Lumet. Árið 1996 lék Hirsch föður persónu Jeff Goldblum's í Independence Day og árið 2001 lék hann í A Beautiful Mind.

Árið 1999 endurtók hann hlutverk sitt í Taxi stuttlega í Man on the Moon, mynd sem fjallar um samleikara hans í Taxi, Andy Kaufman (leikinn af Jim Carrey). Fleiri leikarar úr þættinum komu einnig fram í myndinni.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikhús

Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Beverly Hills Film Festival

  • 2011: Verðlaun sem besti leikari fyrir Polish Bar.

Drama Desk verðlaunin

  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Talley´s Folly.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Talley´s Folly.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Chapter Two.
  • 1976: Verðlaun sem besti leikari í leikriti fyrir Knock Knock.

Emmy verðlaunin

  • 1983: Verðlaun sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1981: Verðlaun sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í drama-grínseríu fyrir Rhoda.

Golden Globes verðlaunin

  • 1990: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Dear John.
  • 1989: Verðlaun sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Dear John.
  • 1983: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.
  • 1981: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Ordinary People.
  • 1981: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.

Óskarsverðlaunin

  • 1981: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Ordinary People.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir A Beautiful Mind.

Tony verðlaunin

  • 1992: Verðlaun sem besti leikari í leikriti fyrir Conversations With My Father.
  • 1986: Verðlaun sem besti leikari í leikriti fyrir I´m Not Rappaport.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Talley´s Folly.

TV Land verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Taxi.
  • 2003: Tilnefndur sem Working Stiff of the Year fyrir Taxi.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads