KFC

From Wikipedia, the free encyclopedia

KFC
Remove ads

KFC Corporation eða Kentucky Fried Chicken er bandarískur skyndibitastaður sem að sérhæfir sig í steiktum kjúklingaréttum. Keðjan er fimmta stærsta skyndibitakeðja heims og rekur yfir 30 þúsund útibú í yfir 150 löndum.[1][2] Fyrirtækið var stofnað árið 1952 af Colonel Sanders og var fyrsti veitingastaður keðjunnar opnaður í Salt Lake City í Utahríki.[3] Höfuðsstöðvar keðjunnar eru í Louisville í Kentucky.

Thumb
KFC veitingastaður í Pretoría í Suður-Afríku.
Remove ads

KFC á Íslandi

Fyrsta útibú KFC á Íslandi opnaði 9. október 1980 að Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði.[4] Árið 2024 rekur KFC átta veitingastaði á landinu. Þrjá veitingastaði í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Selfossi og Reykjanesbæ.[5] Árið 2021 voru viðræður um opnun KFC á Akureyri, en ekkert gerðist í þeim efnum.[6] Helgi Vilhjálmsson rekur KFC á Íslandi. KFC er elsta starfandi erlenda keðja á Íslandi. Rétt eins og Domino's notar KFC Íslensk hráefni í matinn.[7]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads