Kevin Magnussen
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kevin Jan Magnussen (f. 5. október 1992) er danskur ökumaður sem keyrir í World Endurance Championship (WEC) og einnig í IMSA SportsCar Championship. Magnussen keppti í Formúlu 1 á árunum 2014–2024 með þremur liðum McLaren, Renault og Haas.
Remove ads
Formúla 1
Fyrsta ár Magnussen í Formúlu 1 var árið 2014 þegar hann gerði samning við McLaren liðið. Árinu á undan hafði Magnussen unnið Formúlu Renault 3.5 meistaramótaröðina með Dams liðinu og endaði hann með 274 stig, varð 60 stigum á undan næsta manni og vann hann fimm sigra og endaði 13 sinnum á verðlaunapalli.[1] Magnussen var í 2 ár hjá McLaren í Formúlu 1, seinna árið var hann varaökumaður fyrir liðið. Hann fékk síðan að vita á afmælisdaginn sinn að fengi ekki aftur samning hjá liðinu.[2] Árið 2016 gekk hann svo til liðs við Renault, var þar í eitt tímabil og endaði í 16. sæti heimsmeistaramótinu. Renault bauð Magnussen nýjan eins árs samning en Magnussen ákvað ekki að skrifa undir vegna þess að hann fékk annan samning frá Haas sem hann taldi henta sér betur.[3]
Magnussen var fyrst í fjögur ár hjá Haas frá árinu 2017 til 2020. Fyrsta árið endaði Magnussen í 14. sæti í heimsmeistaramótinu en síðan árið á eftir átti eftir að verða hans besta ár hjá Haas liðinu þegar hann endaði í 9. sæti með 56 stig. Í október árið 2020 var sagt frá því að Magnussen myndu fara frá Haas liðinu í lok tímabilsins ásamt þá liðsfélaga sínum Romain Grosjean.[4] Árið 2022 fékk Magnussen síðan óvæntan annan samning hjá félaginu eftir að félagið rifti samningi við Nikita Mazepin vegna innrásar Rússa í Úkraínu.[5] Magnussen var í Haas til ársins 2024 en fékk ekki samning í Formúlu 1 fyrir árið 2025.[6]
Remove ads
Tilvísanir
Heimild
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads