Košice
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Košice (slóvakíska: [ˈkɔʃɪʦɛ]; ⓘ; ungverska: Kassa; þýska: Kaschau; nýlatína: Cassovia) er næststærsta borg Slóvakíu, með um 240 þúsund íbúa (2018).

Košice stendur við ána Hornád við austurenda Slóvakísku málmfjallanna, á mörkun Karpatafjalla og Pannónísku sléttunnar. Miðja borgarinnar er í um 20 km fjarlægð frá landamærum Ungverjalands í suðri, 70 km frá Úkraínu í austri og 70 km frá Póllandi í norðri. Í næsta nágrenni eru Prešov, þriðja stærsta borg landsins (40 km vegalengd til norðurs); Miskolc í Ungverjalandi (90 km til suðvesturs) og Uzhhorod í Úkraínu (100 km til austurs). Næstu stórborgir eru Bratislava (440 km til vesturs), Búdapest (260 km til suðvesturs) og Kraká (260 km til norðurs).
Remove ads
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads