Kristin Chenoweth
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kristin Chenoweth (fædd Kristin Dawn Chenoweth 24. júlí 1968) er bandarísk leikkona og söngkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í söngleikjunum You're a Good Man, Charlie Brown og Wicked. Þekktustu hlutverk hennar í sjónvarpi eru The West Wing og Pushing Daisies.
Remove ads
Einkalíf
Chenoweth fæddist í Broken Arrow, Oklahoma og var ættleidd aðeins fimm daga gömul.[1][2][3] Chenoweth byrjaði ung að koma fram sem söngvari í kirkjum þar sem hún söng gospellög.[4]
Útskrifaðist hún með BFA gráðu í söngleik frá Oklahoma City háskólanum og síðan MA gráðu í óperuleik frá sama skóla.[5] Á meðan hún var í námi þá tók hún þátt í fegurðarsamkeppnum og vann titilinn "Miss OCU" og var önnur í röðinni fyrir Miss Oklahoma keppninni árið 1991.[4][6]
Chenoweth tók þátt í mörgum söngvakeppnum og var nefnd upprennandi söngvari af Metropolitan Opera áheyrnarnefndinni og í verðlaun fékk hún skólastyrk við Academy of Vocal Arts í Fíladelfíu árið 1993.[7] Tveimur vikum áður en skólinn byrjaði, fór hún til New York-borgar að aðstoða vin sinn við flutning. Á meðan hún var þar tók hún þátt í áheyrnarprufu fyrir leikritið Animal Crackers og fékk hlutverk Arabella Rittenhouse. Ákvað hún að afþakka skólastyrkinn og flytja í staðinn til New York í þeim tilgangi að vinna við söngleiki.[7]
Chenoweth þjáist af Meniere-sjúkdómnum eða völdunarsvima. Sjúkdómurinn á uppruna sinn í innra eyranu og getur orsakað höfuðverki, svima, uppköst og lélega heyrn. Hefur hún sagt að á tónleikum hefur hún þurft að styðjast við samtónlistarmenn sína til að halda jafnvægi og hefur þurft að sleppa við sýningar.[8]
Remove ads
Ferill
Rithöfundur
Chenoweth gaf út ævisöguna sína A Little Bit Wicked: Life, Love, and Faith in Stages árið 2009.[9]
Tónlist
Chenoweth söng inn á hljóðupptöku ásamt samleikurum sínum í The Most Happy Fella, A New Brain You're a Good Man og Charlie Brown. Söng hún inn á plötuna Kidults með Mandy Patinkin árið 2001.
Árið 2001 gaf Chenoweth út fyrstu sólóplötuna sína Let Yourself Go og síðan þá hefur hún gefið út plötur á borð við A Lovely Way To Spend Christmas, Promises, Promises og Some Lessons Learned.
Leikhús
Fyrsta leikhúshlutverk Chenoweth var árið 1993 í leikritinu Animal Crackers þar sem hún lék Arabellu Rittenhouse.[7] Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Epic Proportions, Scapin, A New Brain og Love, Loss, and What I Wore.
Chenoweth er þekktust fyrir hlutverk sín í söngleikjum á borð við Wicked, The Apple Tree og You´er a Good Man, Charlie Brown.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Chenoweth var árið 1999 í þættinum LateLine. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Frasier, Fillmore, Ugly Betty og Hot in Cleveland.
Árið 2004 var henni boðið hlutverk í The West Wing sem Annabeth Schott sem hún lék til ársins 2006. Chenoweth lék síðan eitt af aðalhlutverkunum í Pushing Daisies sem Olive Snook frá 2007 – 2009.
Hefur hún verið með stór gestahlutverk í Glee og The Good Wife.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Chenoweth var árið 2002 í Topa Topa Bluffs. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Pink Panther, Running with Scissors, Four Christmases og Hit and Run.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Leikhús
|
|
Remove ads
Plötuútgáfa
|
|
Verðlaun og tilnefningar
Drama Desk-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir The Apple Tree
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
- 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.
Drama League-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu sína í leikhúsi fyrir The Apple Tree.
- 2004: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu sína í leikhúsi fyrir Wicked.
GLAAD Media-verðlaunin
- 2011: Vanguard verðlaunin.
Gold Derby TV-verðlaunin
- 2010: Verðlaun sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
- 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
- 2008: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
- 2008: Tilnefnd sem nýliði ársins fyrir Pushing Daisies.
Outer Critics Circle-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir The Apple Tree.
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
- 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.
People's Choice-verðlaunin
- 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í sjónvarpi fyrir Glee.
Primetime Emmy-verðlaunin
- 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
- 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
Razzie-verðlaunin
- 2007: Tilnefnd sem versta leikkona í aukahlutverki fyrir Deck the Halls, The Pink Panther og RV.
Satellite-verðlaunin
- 2009: Verðlaun sem besta gestastjarna fyrir Glee.
- 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Pushing Daisies.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
Theatre World-verðlaunin
- 1997: Verðlaun fyrir frumraun sína á Broadway fyrir Steel Pier.
Tony-verðlaunin
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
- 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads