Kristin Chenoweth

From Wikipedia, the free encyclopedia

Kristin Chenoweth
Remove ads

Kristin Chenoweth (fædd Kristin Dawn Chenoweth 24. júlí 1968) er bandarísk leikkona og söngkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í söngleikjunum You're a Good Man, Charlie Brown og Wicked. Þekktustu hlutverk hennar í sjónvarpi eru The West Wing og Pushing Daisies.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...
Remove ads

Einkalíf

Chenoweth fæddist í Broken Arrow, Oklahoma og var ættleidd aðeins fimm daga gömul.[1][2][3] Chenoweth byrjaði ung að koma fram sem söngvari í kirkjum þar sem hún söng gospellög.[4]

Útskrifaðist hún með BFA gráðu í söngleik frá Oklahoma City háskólanum og síðan MA gráðu í óperuleik frá sama skóla.[5] Á meðan hún var í námi þá tók hún þátt í fegurðarsamkeppnum og vann titilinn "Miss OCU" og var önnur í röðinni fyrir Miss Oklahoma keppninni árið 1991.[4][6]

Chenoweth tók þátt í mörgum söngvakeppnum og var nefnd upprennandi söngvari af Metropolitan Opera áheyrnarnefndinni og í verðlaun fékk hún skólastyrk við Academy of Vocal Arts í Fíladelfíu árið 1993.[7] Tveimur vikum áður en skólinn byrjaði, fór hún til New York-borgar að aðstoða vin sinn við flutning. Á meðan hún var þar tók hún þátt í áheyrnarprufu fyrir leikritið Animal Crackers og fékk hlutverk Arabella Rittenhouse. Ákvað hún að afþakka skólastyrkinn og flytja í staðinn til New York í þeim tilgangi að vinna við söngleiki.[7]

Chenoweth þjáist af Meniere-sjúkdómnum eða völdunarsvima. Sjúkdómurinn á uppruna sinn í innra eyranu og getur orsakað höfuðverki, svima, uppköst og lélega heyrn. Hefur hún sagt að á tónleikum hefur hún þurft að styðjast við samtónlistarmenn sína til að halda jafnvægi og hefur þurft að sleppa við sýningar.[8]

Remove ads

Ferill

Rithöfundur

Chenoweth gaf út ævisöguna sína A Little Bit Wicked: Life, Love, and Faith in Stages árið 2009.[9]

Tónlist

Chenoweth söng inn á hljóðupptöku ásamt samleikurum sínum í The Most Happy Fella, A New Brain You're a Good Man og Charlie Brown. Söng hún inn á plötuna Kidults með Mandy Patinkin árið 2001.

Árið 2001 gaf Chenoweth út fyrstu sólóplötuna sína Let Yourself Go og síðan þá hefur hún gefið út plötur á borð við A Lovely Way To Spend Christmas, Promises, Promises og Some Lessons Learned.

Leikhús

Fyrsta leikhúshlutverk Chenoweth var árið 1993 í leikritinu Animal Crackers þar sem hún lék Arabellu Rittenhouse.[7] Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Epic Proportions, Scapin, A New Brain og Love, Loss, and What I Wore.

Chenoweth er þekktust fyrir hlutverk sín í söngleikjum á borð við Wicked, The Apple Tree og You´er a Good Man, Charlie Brown.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Chenoweth var árið 1999 í þættinum LateLine. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Frasier, Fillmore, Ugly Betty og Hot in Cleveland.

Árið 2004 var henni boðið hlutverk í The West Wing sem Annabeth Schott sem hún lék til ársins 2006. Chenoweth lék síðan eitt af aðalhlutverkunum í Pushing Daisies sem Olive Snook frá 2007 – 2009.

Hefur hún verið með stór gestahlutverk í Glee og The Good Wife.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Chenoweth var árið 2002 í Topa Topa Bluffs. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Pink Panther, Running with Scissors, Four Christmases og Hit and Run.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikhús

Remove ads

Plötuútgáfa

Verðlaun og tilnefningar

Drama Desk-verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir The Apple Tree
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
  • 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.

Drama League-verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu sína í leikhúsi fyrir The Apple Tree.
  • 2004: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu sína í leikhúsi fyrir Wicked.

GLAAD Media-verðlaunin

  • 2011: Vanguard verðlaunin.

Gold Derby TV-verðlaunin

  • 2010: Verðlaun sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
  • 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
  • 2008: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
  • 2008: Tilnefnd sem nýliði ársins fyrir Pushing Daisies.

Outer Critics Circle-verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir The Apple Tree.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
  • 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.

People's Choice-verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í sjónvarpi fyrir Glee.

Primetime Emmy-verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
  • 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.

Razzie-verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd sem versta leikkona í aukahlutverki fyrir Deck the Halls, The Pink Panther og RV.

Satellite-verðlaunin

  • 2009: Verðlaun sem besta gestastjarna fyrir Glee.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Pushing Daisies.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

Theatre World-verðlaunin

  • 1997: Verðlaun fyrir frumraun sína á Broadway fyrir Steel Pier.

Tony-verðlaunin

  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
  • 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads