L-listinn

From Wikipedia, the free encyclopedia

L-listinn

L-listi fullveldissinna var listi sem hugðist bjóða fram til Alþingis í kosningunum 2009. Fyrir framboðinu fóru Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi og fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhallur Heimisson prestur. Ekki var um að ræða stjórnmálaflokk heldur bandalag frjálsra frambjóðenda.

Staðreyndir strax L-listinn ...
L-listinn
Thumb
Merki L-listans
Einkennislitur Fánalitirnir
Vefsíða l-listinn.blog.is
Loka

Listinn dró framboð sitt til baka 3. apríl með vísan í þau ólýðræðislegu kosningalög sem gerði nýjum framboðum erfitt fyrir að komast á þing. L-listinn benti einnig á að sú kúvending sem búist var við að Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn myndi gera í afstöðu sinni til ESB gekk ekki eftir, [1] en L-listinn hafði sjálfstæði í Evrópumálum sem eitt sitt stærsta baráttumál. Hreyfingin mun áfram starfa sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing.

Samkvæmt vef framboðsins töldu frambjóðendur að „fullveldi landsins sé forsenda fyrir endurreisn efnahags og þess að hér geti þrifist lýðræði“ og að þeir hafni „alfarið öllum hugmyndum um ESB aðild“, þar með talið hugmyndum um aðildarviðræður,[2][3] en hugmyndir hafa verið áberandi hjá öðrum stjórnmálaöflum um að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið og kjósa um niðurstöðuna,[4] eða kjósa um hvort eigi að fara í aðildarviðræður yfirhöfuð.[5]

Frambjóðendur segjast jafnframt vera „talsmenn hófsamra borgaralegra gilda og hafna öfgum hvort sem er frá hægri eða vinstri“.[6]

Eftir kosningarnar tóku nokkrir aðilar sem höfðu staðið að L-listanum sig saman og stofnuðu Samtök fullveldissinna sem hafa síðan þá mótað stefnuskrá og tekið þátt í stjórnmálastarfsemi af ýmsu tagi.[7] Samtökin voru til að mynda meðal virkra þáttakenda í skipulagningu og framkvæmd undirskriftasöfnunar gegn lögum nr. 13/2011 um ríkisábyrgð vegna svokallaðra Icesave-III samninga og börðust fyrir synjun laganna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu á vordögum 2011.[8]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.