LG

From Wikipedia, the free encyclopedia

LG
Remove ads

LG Corporation (kóreska: LG 법인) áður Lucky Goldstar (kóreska: Leokki Geumseong 럭키금성/樂喜金星) er suðurkóresk samsteypa. LG er fjórða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Suður-Kóreu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í tvíturnabyggingu í Yeouido-dong í Seúl. LG framleiðir raftæki, efni og samskiptatæki en rekur nokkur dótturfyrirtæki svo sem LG Electronics, Zenith, LG Display, LG Telecom og LG Chem í yfir 80 löndum.

Staðreyndir strax Rekstrarform, Staðsetning ...

Stofnandi LG Koo In-Hwoi stofnaði fyrirtækið Lak-Hui Chemical Industrial Corp. árið 1947. Árið 1952 varð Lak-Hui (borið fram „Lucky“) fyrsta kóreska fyrirtækið til að fara inn í plastiðnaðinn. Meðan á fyrirtækið var að sækja fram á plastmarkaðinn stofnaði það GoldStar Co. Ltd. árið 1958. Fyrirtækin sameinuðust og urðu að Lucky Goldstar.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads