Labrador-te

From Wikipedia, the free encyclopedia

Labrador-te
Remove ads

Labrador-te er heiti sem er notað yfir þrjár náskyldar lyngrósategundir sem og jurtate sem er gert úr þeim. Allar þrjár tegundirnar eru votlendistegundir í lyngætt. Jurtateið hefur verið uppáhalds drykkur meðal Atabaska, frumbyggja Norður-Ameríku og Inúíta.

Thumb
Nærmynd af blómi
Thumb
Ledum latifolium, er eldra nafn yfir Rhododendron groenlandicum

Lýsing

Allar þrjár tegundirnar eru hægvaxandi, lágvaxnir og sígrænir runnar:[1]

  • Mýraflóki (Rhododendron tomentosum, áður Ledum palustre)
  • Heiðaflóki (Rhododendron groenlandicum, Ledum groenlandicum eða Ledum latifolium)
  • Kirtilflóki (Rhododendron neoglandulosum, Ledum glandulosum)

Nytjar

Atabaskar gera jurtate af blöðunum. Aðrir nota plöntuna til að krydda kjöt með því að sjóða blöð og greinar í vatni og síðan leggja kjötið í seyðið.[1] Ættflokkarnir Pomo, Kashaya, Tolowa og Yurok í Norður-Kaliforníu suðu blöðin til að gera jurtate við hósta og kvefi.[2]

Á sautjándu öld notuðu þýskir bruggarar R. tomentosum í bjórgerð til að hann væri áfengari, en það var bannað vegna aukinnar árásargirni.[1]

Remove ads

Eitrun

Það eru ekki nægilegar upplýsingar til að sýna fram á hættuleysi labrador-tes þar sem eiturvirkni er breytileg eftir tegundum og staðsetningu. Mikil neysla getur valdið útskolun, uppköstum, svima og syfju.[1] Stærri skammtar geta valdið krampa, flogum, lömun og í stöku tilfellum dauða.[1]

Eitrun er af völdum terpenóíðsins ledól sem finnst í öllum tegundunum. R. groenlandicum hefur minnsta magnið. Grayanó-eiturefni eru einnig til staðar, en sjaldgæft er að manneskjur verði fyrir eitrun af þeirra völdum í labrador-tei. Hins vegar hefur búfé drepist vegna þess.[1]

Uppskera

Tegundirnar vaxa hægt, svo stök blöð eru tekin að vori annað hvert ár frá mörgum plöntum til að forðast að skemma plönturnar.[1]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads