Dalrjúpa
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Dalrjúpa (fræðiheiti: Lagopus lagopus) er lítill fugl af orraætt, um 35–44 cm að lengd. Dalrjúpan er staðfugl og verpir á heimskautasvæðum og norðlægum slóðum í Evrasíu, Norður-Ameríku neðan við trjálínu. Er hún að mestu eins og fjallarjúpa hvað varðar hegðun og fæðu. Er dalrjúpa um þriðjungi stærri en fjallarjúpa.
Remove ads
Undirtegundir
Nítján undirtegundir hafa verið viðurkenndar, með mismiklum ágreiningi þó. Munar litlu á útliti flestra, þó að L. l. scoticus sé tiltölulega sérstæð og sé jafnvel á stundum talin sjálfstæð tegund.is rather distinct. Aðgreiningin getur verið erfið því að fuglarnir skifta um búning nokkrum sinnum á ári:[3]
- hibernicus (Latham, 1787) - Írland
- scotica (Latham, 1787) - Bretland
- variegatus Salomonsen, 1936 - Þrándheimur, Noregi
- lagopus (Linnaeus, 1758) - Skandinavía, Finnland og Norður-Evrópuhluti Rússlands
- rossicus Serebrovsky, 1926 - Eystrasaltslöndin og mið Rússland
- birulai Serebrovsky, 1926 - Novaya Sibir
- koreni Thayer & Bangs, 1914 - Síbería
- maior Lorenz, 1904 - Suðaustur Rússland, Norður Kazakhstan og Suðvestur-Síbería
- brevirostris Hesse, 1912 - Altaifjöll og Sayan-fjöll
- kozlowae Portenko, 1931 - Vestur-Mongólía
- sserebrowsky Domaniewski, 1933 - Austur-Síbería
- kamtschatkensis Momiyama, 1928 - Kamsjatka og Kúrileyjar
- okadai Momiyama, 1928 - Sakalineyja
- muriei Gabrielson & Lincoln, 1959 - Aljútaeyjar og Kódíak-eyjar
- alexandrae Grinnell, 1909 - Alaska og Breska Kólumbía
- alascensis Swarth, 1926 - Alaska
- leucopterus Taverner, 1932 - Heimskautaeyjar Norður-Kanada
- albus (Gmelin, 1789) - Norður-Kanada
- ungavus Riley, 1911 - Norður Quebec og Norður Labrador
- alleni Stejneger, 1884 - Nýfundanland
Dalrjúpa myndar einnig oft blendinga með skyldum tegundium; orra (Lyrurus tetrix), jarpa (Tetrastes bonasia) og einstöku sinnum með síberíuþiður (Tetrao urogallus), Falcipennis canadensis (ekkert íslenskt nafn) og fjallarjúpu (Lagopus muta).
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads