Leirfinnur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Leirfinnur er gælunafn notað um leirstyttu, sem kom við sögu í Geirfinnsmálinu. Styttan er brjóstmynd af karlmanni, sem listakonan Ríkey gerði eftir lýsingu sjónarvotta, af manni sem hringdi úr Hafnarbúðinni í Keflavík, kvöldið 19. nóvember 1974. Talið var að óþekkti maðurinn hafi hringt í Geirfinn Einarsson og boðaði hann á stefnumót umrætt kvöld, en ekkert hefur síðar spurst til Geirfinns. Leirstyttan var gerð í þeim tilgangi að hafa upp á manninum sem hringdi úr Hafnarbúðinni með því að birta ljósmynd af styttunni í dagblöðum og lýsa þannig eftir honum. Nafnið „Leirfinnur“ á einnig við um þennan óþekkta mann.

Í bókinni Leitin af Geirfinni sem að kom út árið 2024 og fjallaði um nýjar og stórar vísbendingar um Geirfinnsmálið kom fram að Leirfinnur hafi verið ungur utanbæjarmaður sem að hafði verið sendur til Keflavíkur til að ná í bíl vinnufélaga síns og að hann hafi aldrei áður komið til Keflavíkur. Hann átti víst að hafa spurt Geirfinn hvar hann myndi finna bílinn sem að hann átti að ná í, og því samkvæmt bókinni er Leirfinnur algerlega ótengdur Geirfinnsmálinu.[1]
Remove ads
Menn sem hafa verið tengdir við Leirfinn
Í fjölmiðlaumræðu og réttarrannsókn hafa þrír menn verið nefndir sem hugsanleg fyrirmynd leirstyttunnar. Það eru Magnús Leópoldsson, Kristján Viðar og Jón Grímsson.
Því hefur verið haldið fram að leirstyttan hafi vísvitandi verið látin líkjast Magnúsi Leopoldssyni sem síðar var handtekinn og haldið í einangrun í 105 daga í Síðumúlafangelsi. Teiknari úr Keflavík, Magnús Gíslason, hefur sagt að rannsóknarmenn hafi látið sig hafa ljósmynd af Magnúsi Leopoldssyni, sem fyrirmynd að teikningu, sem hann átti að gera af umræddum „Leirfinni“. Þessi ásökun hefur þó verið borin til baka opinberlega.[2][3]
Í kynningu á niðurstöðum sakamálarannsóknar undir forustu Karl Schütz árið 1977 er því haldið fram að Kristján Viðar Viðarsson sé Leirfinnur.[4]
Maður að nafni Jón Grímsson telur sjálfur að hann sé fyrirmynd leirstyttunnar Leirfinns en Jón kom í Hafnarbúðina kvöldið sem Geirfinnur hvarf og bað um að fá að hringja. Hann var staddur í Keflavík til að sækja bíl. [5][6]
Remove ads
Listaverk og heimildarmyndir um Leirfinn
Ólöf Nordal listakona gerði myndverk í tengslum við Kristnihátíð árið 2000. Verk hennar var leirstytta í líki Leirfinns sem reist var á staur og lak niður og hátíðargestir gengu framhjá. Ólöf fékk við undirbúning verksins leyfi frá opinberum aðilum til að ljósmynda frummynd að Leirfinni og telur að það hafi verið á vegum lögreglu gerðar tvær útgáfur af styttunni. [7]
Leikin heimildamynd, Aðför að lögum eftir Sigurstein Másson, Kristján Guy Burgess og Einar Magnús Magnússon, fjallar um Geirfinnsmálið, þar með talið um Leirfinn.
Remove ads
Tilvísanir
Sjá einnig
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads