Listaverk

From Wikipedia, the free encyclopedia

Listaverk
Remove ads

Listaverk, listmunur eða listgripur er verk sem er afurð listsköpunar þar sem fagurfræði hlutarins er í fyrirrúmi. Dæmi um listaverk eru tónverk, leikverk, skáldsögur, höggmyndir, arkitektúr, ljósmyndir, kvikmyndir eða dans. Listaverkið getur verið tímabundið eða varanlegt, efnislegt eða að mestu huglægt. Listasöfn varðveita listaverk eftir tiltekna listamenn. Orðspor listamanna hefur áhrif á gildi verka þeirra. Um listaverk sem gerð eru af atvinnulistamönnum gildir oftast höfundaréttur listamanns, en alþýðulist og nytjalist getur fallið utan við gildissvið höfundalaga. Listaverk þarf líka að uppfylla þau skilyrði að hafa efnislegt form og vera verulegt að vöxtum til að njóta höfundaréttar. Höfundaréttur gefur listamönnum einkarétt á að hagnast af eintakagerð verka sinna. Listaverkafölsun felst í því að eigna frægum listamönnum verk eftir óþekkta eða minna þekkta listamenn til að svíkja út fé.[1]

Thumb
The Visitors, myndbandsinnsetning eftir Ragnar Kjartansson.

Algengt er að gera greinarmun á efnislegum og listrænum eiginleikum listaverka.[2] Í sumum tilvikum er gerður greinarmunur á frumriti og eftirmynd; til dæmis fyrstu prentun ljóðabókar eða fyrsta húsi af tiltekinni gerð, sem fá aukið gildi vegna þeirrar stöðu. Eftirmyndir listaverka sem gerðar eru í fáum eintökum með þátttöku eða samþykki listamannsins sjálfs eru oft jafn verðmætar og frumverkið. Til dæmis eru til 16 endurgerðir af pissuskál Marcel Duchamp frá 1917, gerðar með samþykki listamannsins mörgum árum eftir að upprunalega verkið týndist.[3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads