Mónakó í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
yfirlit um þátttöku Mónakó í Eurovision From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Mónakó hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 24 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1959. Eini sigur landsins kom árið 1971 þegar Séverine söng lagið „Un banc, un arbre, une rue“. Mónakó afþakkaði að halda keppnina árið eftir og fór sú umsjón til Bretlands. Mónakó er eina smáríkið til að hafa unnið keppnina.
Mónakó endaði í seinasta sæti í sinni fyrstu þátttöku árið 1959 áður en það náði þrem topp-3 niðurstöðum á 7. áratugnum; François Deguelt í þriðja sæti (1960) og annað sæti (1962), og Romuald í þriðja sæti (1964). Sigur Séverine árið 1971 var í fyrsta sinn sem að landið komst í topp-3 í átta ár. Aðrar topp-5 niðurstöður landsins voru náðar af Romuald í fjórða sæti (1974), Mary Christy í þriðja sæti (1976), Michèle Torr (1977) og Caline & Olivier Toussaint (1978) í fjórða sæti. Eftir þátttökuna árið 1979 dró landið sig úr keppni í 25 ár.
Mónakó snéri aftur árið 2004 og tók einnig þátt í keppnunum árin 2005 og 2006, en komst ekki áfram í öll skiptin. Landið dró sig úr keppni aftur eftir að mónakóska sjónvarpsstöðin lýsti yfir að það ætti engan möguleika að komast upp úr undanúrslitunum þar sem kosning þjóða væri orðin of svæðisbundin.[1]
Remove ads
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
![]() | Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (maí 2024) |
1 | Sigurvegari |
2 | Annað sæti |
3 | Þriðja sæti |
Síðasta sæti |
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads