Majaletur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Majaletur er ritkerfi sem Majar í Mið-Ameríku þróuðu. Elstu dæmin um slíkt letur eru frá San Bartolo þar sem nú er Gvatemala frá 3. öld f.o.t.[1][2] Majaletur var notað þar til nokkru eftir sigur Spánverja á Majum á 16. og 17. öld. Majamál nútímans eru nær öll skrifuð með latínuletri, en komið hefur til tals að endurreisa notkun Majaleturs.[3]

Majaletur byggist á lestáknum (táknum sem standa fyrir merkingareiningu eða orð) ásamt atkvæðatáknum, svipað og japönsk skrift gerir í dag. Evrópskir höfundar töluðu oft um majaletur sem helgirúnir vegna meintra líkinda við ritkerfi Forn-Egypta, þótt ritkerfin séu með öllu óskyld.
Margt bendir til þess að þekking á majaletri hafi verið í höndum skrifara sem tilheyrðu stétt Majapresta. Ritmálið var chʼoltiʼ[4][5] sem hugsanlega var almennt samskiptamál milli ríkja Maja. Til eru dæmi um texta á öðrum málum, eins og júkatísku. Eins gæti verið að skriftin hafi verið notuð til að skrifa mál frá hálendi Gvatemala, en þá hefur ritunin verið í höndum skrifara sem venjulega skrifuðu á chʼoltiʼ og því undir áhrifum frá því máli.[5]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads