Mark Sheppard

enskur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia

Mark Sheppard
Remove ads

Mark Sheppard (fæddur Mark Andreas Sheppard, 30. maí 1964) er enskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Supernatural, 24, Battlestar Galactica og Soldier of Fortune, Inc.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Mark er fæddur í London, Bretlandi og er sonur leikarans W. Morgan Sheppard. Hann er af írsk-þýskum uppruna.

Ferill

Tónlist

Mark byrjaði 15 ára gamall sem trommari í ýmsum hljómsveitum þar á meðal: Robyn Hitchcock[1], Television Personalitis[1] og írsku hljómsveitinni Light a Big Fire.[2]

Leikhús

Sheppard var boðið að taka þátt í bandarísku leikhúsfærslunni Cock and Bull Story sem var leikstýrt af Bill Hayes. Hann hlaut mörg verðlaun fyrir hlutverk sitt þar á meðal L.A. Drama Critics Cirlce verðlaunin árið 1992, LA Weekly verðlaunin og Dramalogue verðlaunin.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Sheppard var árið 1992 í "Silk Stalkings". Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The X-Files, The Practice, JAG, Charmed, CSI: NY, 24, NCIS og Chuck (sjónvarpsþáttur).

Sheppard hefur síðan 2009 leikið stórt gestahlutverk í Supernatural sem Crowley, kóng helvítis. Sheppard og faðir hans eru meðal fárra leikara sem hafa bæði komið fram í Star Trek og Doctor Who seríunum.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Sheppard var árið 1993 í In the Name of the Fathermeð Daniel Day-Lewis og Emma Thompson, . Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Nether World, Lady in the Box, Unstoppable og Mysterious Island.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads