Mark Sheppard
enskur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Mark Sheppard (fæddur Mark Andreas Sheppard, 30. maí 1964) er enskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Supernatural, 24, Battlestar Galactica og Soldier of Fortune, Inc.
Remove ads
Einkalíf
Mark er fæddur í London, Bretlandi og er sonur leikarans W. Morgan Sheppard. Hann er af írsk-þýskum uppruna.
Ferill
Tónlist
Mark byrjaði 15 ára gamall sem trommari í ýmsum hljómsveitum þar á meðal: Robyn Hitchcock[1], Television Personalitis[1] og írsku hljómsveitinni Light a Big Fire.[2]
Leikhús
Sheppard var boðið að taka þátt í bandarísku leikhúsfærslunni Cock and Bull Story sem var leikstýrt af Bill Hayes. Hann hlaut mörg verðlaun fyrir hlutverk sitt þar á meðal L.A. Drama Critics Cirlce verðlaunin árið 1992, LA Weekly verðlaunin og Dramalogue verðlaunin.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Sheppard var árið 1992 í "Silk Stalkings". Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The X-Files, The Practice, JAG, Charmed, CSI: NY, 24, NCIS og Chuck (sjónvarpsþáttur).
Sheppard hefur síðan 2009 leikið stórt gestahlutverk í Supernatural sem Crowley, kóng helvítis. Sheppard og faðir hans eru meðal fárra leikara sem hafa bæði komið fram í Star Trek og Doctor Who seríunum.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Sheppard var árið 1993 í In the Name of the Fathermeð Daniel Day-Lewis og Emma Thompson, . Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Nether World, Lady in the Box, Unstoppable og Mysterious Island.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads