Mars Polar Lander

From Wikipedia, the free encyclopedia

Mars Polar Lander
Remove ads

Mars Polar Lander (einnig þekkt sem Mars Surveyor '98 Lander) var 290 kg sjálfstýrt lendingarfar sem NASA sendi til Mars 3. janúar 1999 til að rannsaka jarðveg og loftslag á pólsvæðum plánetunnar. Helsta ástæðan fyrir leiðangrinum var grunur NASA um að frosið vatn væri að finna á þessum svæðum. Geimferðin var hluti af Mars Surveyor '98-áætluninni. Eftir að lendingarfarið fór inn í lofthjúp Mars 3. desember 1999 náðist ekki samband við það. Talið er að eldflaugin sem átti að hægja á farinu í lendingu hafi hætt of snemma með þeim afleiðingum að það hafi skollið harkalega á yfirborði Mars.

Thumb
Mynd sem á að sýna Mars Polar Lander á Mars

Árið 2008 lenti geimfarið Phoenix á Mars og gerði flestar þær rannsóknir sem Mars Polar Lander var ætlað að gera.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads