Martin Sheen

bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia

Martin Sheen
Remove ads

Martin Sheen (fæddur Ramón Antonio Gerardo Estévez þann 3. ágúst 1940) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing, Apocalypse Now, Wall Street, Badlands og The Departed.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Sheen er fæddur og uppalinn í Dayton, Ohio en ólst einnig upp í Bermúda og er af spænskum og írskum uppruna en báðir foreldrar hans voru innflytjendur. Martin er sjöundi í röðinni af tíu systkinum.[1]

Sheen vildi ungur verða leikari en faðir hans var á móti því og gegn vilja föður síns fékk hann lánaða peninga frá kaþólskum presti og fluttist til New York-borgar um tvítugt til að gerast leikari.[2]

Þann 22. ágúst 1989 var Sheen heiðraður með stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötunni sem er staðsett við 1500 Vine Street.

Nafnabreyting

Leiklistarnafn hans Martin Sheen er samsett af tveimur eftinöfnum manna sem höfðu áhrif á hann, Robert Dale Martin, leikaravalsleikstjóra sem gaf honum fyrsta hlutverkið og sjónvarpserkibiskupnum Fulton J. Sheen.[3] Árið 2003 í viðtali í sjónvarpsþættinum Inside the Actors Studio útskýrði Sheen nafnabreytinguna sína og sagði hann: Í hvert skipti sem hann hringdi til að panta tíma vegna vinnu eða íbúðar og gaf upp nafn sitt, þá kom alltaf hik og þegar ég kom á staðinn þá var alltaf starfið eða íbúðin farin. Ég hugsaði að ég ætti nógu erfitt með að fá leikarahutverk, svo ég bjó til Martin Sheen. Opinberlega er nafnið enn Estevez. Ég hef aldrei breytt því opinberlega. Ég mun aldrei gera það. Það stendur á ökuskírteininu mínu og vegabréfi og öðru. Ég byrjaði að nota Sheen, ég ákvað að prófa það, og áður en ég vissi af var ég farinn að fá vinnu og þá var það of seint. Staðreyndin er sú að eitt af því sem ég sé eftir er að halda ekki nafninu mínu sem mér var gefið. Ég veit að það angraði föður minn.[4][2][5]

Fjölskylda

Sheen giftist Janet Templeton árið 1961 og saman eiga þau fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur, sem eru öll leikarar: Emilio, Ramón, Carlos og Renée. Öll ákváðu þeir að nota upprunalegu nöfnin sín, fyrir utan Carlos sem ákvað að nota leiklistarnafn föður síns og er þekktur undir nafninu Charlie Sheen.[4][1]

Hefur hann leikið föður sona sinna Emilio Estevez og Charlie Sheen í ýmsum verkefnum: lék hann föður Emilios í The War at Home, In the Custody of Strangers og The Way, og föður Charlies í Wall Street, No Code of Conduct og tveimur þáttum af Spin City. Kom hann einnig fram sem gestaleikari í þætti af Two and a Half Men þar sem hann lék föður nágranna Charlies. Martin lék einnig „framtíðar“ útgáfu Charlie í VISA sjónvarpsauglýsingu. Martin hefur einnig leikið aðrar persónur með sonum sínum og dóttur. Lék hann í kvikmyndinni Bobby, sem var leikstýrt af Emilio. Dóttir hans Renée var með aukahlutverk í The West Wing, sem einn af riturum forsetans.

Thumb
Sheen (hægri) með syni sínum Emilio Estevez í Febrúar 2011
Thumb
Charlie Sheen er yngsti sonur Martins.

Pólitísk málefni

Þó Sheen hafi ekki stundað nám við háskóla, þá segir hann að samfélag Maríanista við háskólann í Dayton hafi haft sterk áhrif á opinberu aðgerðarstefnu hans. Sheen er þekktur fyrir hversu opinskár hann er í stuðningi við frjálslynd málefni, eins og gagnvart bandaríska hernum og eiturefnaúrgangs brennsluofninu í East Liverpool, Ohio. Sheen er talsmaður hugtaksins „consistent life ethic“, sem vinnur gegn fóstureyðingum, dauðrefsingum og stríði.[6] Styður hann einnig lögin Pregnant Women Support Act sem innleidd voru af Democrats for Life of America.[7] Árið 2004, ásamt Rob Reiner, studdi Sheen Howard Dean, hugsanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, og síðan meir John Kerry.

Þann 16. maí 1995, áttu Sheen og Paul Watson frá umhverfissamtökunum Sea Shepherd, í umræðum við kanadíska selaveiðimenn á hóteli á Magdalen-eyjum vegna fyrri árása Sea Shepherd á selaveiðimenn og hvalveiðiskip. Sheen samdi við veiðmennina á meðan Watson var fylgt út á flugvöll af lögreglunni.[8] Í byrjun árs 2003 skrifaði Sheen undir yfirlýsinguna „Not in My Name“ vegna andstöðunnar við innrásina í Írak (ásamt Noam Chomsky og Susan Sarandon). Yfirlýsingin birtist í tímaritinu The Nation. Þann 28. ágúst 2005 heimsótti hann hernaðarandstæðinginn Cindy Sheehan við Camp Casey í Crawford í Texas. Bað hann með henni og talaði við stuðningsmenn hennar. Byrjaði hann ummæli sín á því að segja, „að minnsta kosti hafið þið núverandi forseta Bandaríkjanna.“ Átti hann við hlutverk sitt sem forsetinn Josiah Bartlet í sjónvarpsþættinum The West Wing.[9] En Cindy Sheehan hafði beðið um annan fund með George W. Bush forseta bandaríkjanna.[10]

Sheen hefur einnig mætt á fundi hjá umhverfissamtökunum Earth First![11] og komið fram á samkomum We Day fyrir ungt fólk.[12] Sheen hefur einnig styrkt samtökin Help Darfur Now sem eru nemendasamtök sem hjálpa fórnarlömbum þjóðarmorðanna í Darfur í vesturhluta Súdan.

Í mars 2012 kom Sheen fram ásamt George Clooney í uppfærslu Dustin Lance Black á leikritinu 8 sem fjallar um hjónabönd samkynhneigða.[13] Sýningin var haldin við Wilshire Ebell Theatre í Los Angeles og var sýnd á YouTube til að safna fjárframlögum fyrir samtökin American Foundation for Equal Rights.[14][15]

Remove ads

Ferill

Leikhús

Fyrsta leikhúshlutverk Sheen var árið 1964 í leikritinu Never Live Over a Pretzel Factory. Hefur hann síðan þá komið fram í leikritum á borð við Death of a Salesman, The Subject Was Roses, The Wicked Cooks, Rómeó og Júlía og Júlíus Caesar.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Sheen var árið 1961 í þættinum Route 66. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Armstrong Circle Theatre, The Outer Limits, The Nurses, Camera Three, Hawaii Five-O, The Mod Squad, Columbo, Captain Planet and the Planeteers, Simpsonfjölskyldan, Spin City og Studio 60 on the Sunset Strip.

Sheen hefur einnig komið fram í sjónvarpsmyndum á borð við Ten Blocks on the Camino Real, Welcome Home, Johnny Bristol, Pursuit, Crime Club, Message to My Daughter, Choices of the Heart, Touch and Die, Guns of Honor, Hostile Waters og Forget Me Never.

Árin 1999 – 2006 lék Sheen forseta Bandaríkjanna, Joshiah Bartlet, í bandaríska dramaþættinum The West Wing.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Sheen var árið 1967 í The Incident. Árið eftir endurtók hann hlutverk sitt í The Subject Was Roses en hann hafði leikið leikritinu. Lék á móti Sissy Spacek í glæpamyndinni Badlands árið 1973.

Árið 1976 var honum boðið hlutverk Benjamin L. Willard af Francis Ford Coppola fyrir kvikmyndina Apocalypse Now. Fyrir hlutverk sitt í myndinn jókst hróður hans sem leikari. Kvikmyndatökur fóru fram í frumskógum Filippseyja. Sheen hefur sagt að hann hafi ekki verið í sínu besta líkamslegaformi og drakk mikið.[4] Fyrir opnunarsenuna á hótelinu þurfti Sheen ekkert að leika mikið þar sem hann átti afmæli og var mjög drukkinn.[16] Eftir tólf mánuði við tökur náði Sheen líkamlegum þolmörkum sínum sem endaði með smávægilegu hjartaáfalli og þurfti hann að skríða út á veg til að fá hjálp.[4] Eftir hjartaáfallið tók yngri bróðir hans Joe Estevez við hlutverkinu í víðskotum og talsetningu.[17] Sheen kom aftur til starfa eftir nokkrar vikur.[16]

Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Gandhi, The Dead Zone, Wall Street, Hot Shots! Part Deux, Trigger Fast, The American President, Gunfighter, Catch Me If You Can, Bobby, The Departed og The Way.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikhús

Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

ALMA-verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem uppáhalds kvikmyndaleikari fyrir The Amazing Spider-Man.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd í crossover hlutverki fyrir Snitch.
  • 1999: Tilnefndur fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í sjónvarpsmynd eða míniseríu í crossover hlutverki fyrir Babylon 5: The River of Souls.
  • 1998: Tilnefndur fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í kvikmynd í crossover hlutverki fyrir The War at Home
  • 1998: Tilnefndur fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í sjónvarpmynd eða míniseríu í crossover hlutverki fyrir Medusa´s Child og Hostile Waters.

American Movie-verðlaunin

BAFTA-verðlaunin

  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpi fyrir Kennedy.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Apocalypse Now.

Boston Society of Film Critics-verðlaunin

Broadcast Film Critics Association-verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Bobby.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Departed.

CableACE-verðlaunin

  • 1990: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndina eða míniseríu fyrir Nightbreaker ásamt Jeffrey Auerbach og William R. Greenblatt.
  • 1985: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd eða míniseríu fyrir The Guardian.

Central Ohio Film Critics Association-verðlaunin

Chicago International Film Festival-verðlaunin

  • 2011: Carrer Achievement verðlaunin.

Daytime Emmy-verðlaunin

  • 1989: Tilnefndur fyrir besta barnasérþáttinn fyrir CBS Schoolbreak Special ásamt William R. Greenblatt og Robert Stein fyrir þáttinn No Means No.
  • 1986: Verðlaun sem besti leikstjóri fyrir barnaþátt fyrir CBS Schoolbreak Special fyrir þáttinn Babies Having Babies.
  • 1986: Tilnefndur fyrir besta barnasérþáttinn fyrir CBS Schoolbreak Special ásatm William R. Greenblatt, Jeffrey Auerbach, Alan Belkin og Sascha Schneider fyrir þáttinn Babies Having Babies.
  • 1981: Verðlaun fyrir bestu frammistöðu í trúarlegumþætti fyrir Insight fyrir þáttinn A Long Road Home.

Deauville Film Festival-verðlaunin

  • 1990: Tilnefndur fyrir Cadence.

Golden Globes-verðlaunin

  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Kennedy.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Blind Ambition.
  • 1969: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Subject Was Roses.

Gotham-verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Talk to Me.

Hollywood Film Festival-verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Bobby.

Imagen Foundation-verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Chamaco.
  • 1998: Lifetime Achievement verðlaunin.

Irish Film and Television-verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd fyrir Stella Days.

MovieGuide-verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur fyrir bestu frammistöðu í kvikmynd fyrir The Way.

National Board of Review-verðlaunin

Nosotros Golden Eagle-verðlaunin

  • 2001: Lifetime Achievement verðlaunin.
  • 2000: Lifetime Achievement verðlaunin.

Primetime Emmy-verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Two and a Half Men.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 1994: Verðlaun sem besti leikari í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Murphy Brown.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í drama-og gamansérþætti fyrir Taxi.
  • 1974: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Execution of Private Slovik.

San Sebastián International Film Festival-verðlaunin

  • 1974: Verðlaun sem besti leikari fyrir Badlands.

Satellite-verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir The Departed.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir Bobby.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir The Departed.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í nýrriseríu fyrir The West Wing.

Television Critics Association-verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur fyrir einstaklingsafrek í drama fyirr The West Wing.
  • 2001: Tilnefndur fyrir einstaklingsafrek í drama fyirr The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur fyrir einstaklingsafrek í drama fyirr The West Wing.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

  • 2000: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.

Walk of Fame-verðlaunin

  • 1989: Heiðraður með stjörnu á Hollywood Walk of Fame þann 22. Ágúst 1989, stjarnan er staðsett við 1500 Vine Street.

WorldFest Houston-verðlaunin

  • 1989: Verðlaun fyrir bestu sjónvarps-og kapalframleiðslu fyrir Nightbreaker ásamt Jeffrey Auerbach, Peter Markle og William R. Greenblatt.

Tony-verðlaunin

  • 1965: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir The Subject Was Roses.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads