Maryland

fylki í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia

Maryland
Remove ads

Maryland er fylki á mið-austurströnd Bandaríkjanna. Fylkishöfuðborgin er Annapolis en Baltimore er stærsta borgin. Maryland er fyrir neðan Mason-Dixon línuna og er talið suðurríki af Bandarísku ríkisstjórninni. Í fylkinu búa rúmlega 6,2 milljónir manna (2020).

Staðreyndir strax Land, Varð opinbert fylki ...
Remove ads

Landafræði

Maryland er 32.133 ferkílómetrar og er þess vegna svipað stórt og Belgía. Það er áttunda minnsta ríki Bandaríkjanna. Vestur-Virginía, er tæplega tvisvar sinnum stærra. Í Maryland er fjölbreytt landslag og fylkið hefur þess vegna stundum lýst sem „smækkaðri mynd af Ameríku“. Það eru bæði sólstrandir á austurströndinni, mýri við flóann, skógar með eikum á Piedmont svæðinu og furusvæði við fjöllin í vestrinu. Chesapeake Bay er stærsta vatnasvæði í Maryland. Maryland er staðsett suður við Pennsylvaníu, austur við Vestur-Virginíu, vestur við Delaware og Atlantshafið og norður við Virginíu. Washington, D.C. er á svæði sem var eitt sinn hluti af Maryland annars vegar og Virginíu hins vegar.

Flestir íbúar Maryland búa í borgum og úthverfunum við Washington, D.C. en einnig í og kringum stærstu borg Maryland, Baltimore. Önnur fjölmenn svæði í Maryland eru úthverfin Columbia í Howard County; Silver Spring, Rockville, og Gaithersburg í Montgomery County; Laurel, College Park, Greenbelt, Hyattsville, Landover, Clinton, Bowie, og Upper Marlboro í Prince George's County; Frederick í Frederick County; Hagerstown í Washington County; Waldorf í Charles County; Pikesville, Essex, og Towson í Baltimore County; og Glen Burnie og Hanover í Anne Arundel.

Austur, suður, og vesturhlutar fylkisins eru ekki jafn fjölmenn, en þar eru borgirnar Salisbury og Ocean City á Austurströnd, Lexington Park og Waldorf í Suður-Maryland og Cumberland í Vestur-Maryland.

Remove ads

Myndir

Kynþættir

  • Hvítir - 62,1%
  • Svertingjar - 27,9%
  • Latinóar - 4,3%
  • Asíufólk - 4%
  • Blanda af tveimur kynþáttum - 2%
  • Frumbyggjar (Indjánar) - 0,3%

Sýslur

  • Allegany
  • Anne Arundel
  • Baltimore
  • Calvert
  • Caroline
  • Carroll
  • Cecil
  • Charles
  • Dorchester
  • Frederick
  • Garrett
  • Harford
  • Howard
  • Kent
  • Montgomery
  • Prince George's
  • Queen Anne's
  • St. Mary's
  • Somerset
  • Talbot
  • Washington
  • Wicomico
  • Worcester

Háskólar

  • Allegany College of Maryland
  • Anne Arundel Community College
  • Baltimore City Community College
  • Baltimore Hebrew University
  • Baltimore International College
  • Carroll Community College
  • Capitol College
  • Cecil Community College
  • Chesapeake College
  • College of Notre Dame of Maryland
  • College of Southern Maryland
  • Columbia Union College
  • Community College of Baltimore County
  • Frederick Community College
  • Frostburg State University
  • Garrett College
  • Goucher College
  • Hagerstown Community College
  • Hood College
  • Howard Community College
  • Johns Hopkins University
  • Loyola College
  • Maryland Institute College of Art
  • McDaniel College
  • Montgomery College
  • Morgan State University
  • Mount St. Mary's University
  • Prince George's Community College
  • St. John's College, Annapolis
  • St. Mary's College of Maryland
  • St. Mary's Seminary and University
  • Sojourner-Douglass College
  • Uniformed Services University of the Health Sciences
  • United States Naval Academy
  • University System of Maryland
    • Bowie State University
    • Coppin State University
    • Frostburg State University
    • Salisbury University
    • Towson University
    • University of Baltimore
    • University of Maryland, Baltimore
    • University of Maryland Baltimore County
    • University of Maryland, College Park
    • University of Maryland Eastern Shore
    • University of Maryland University College
    • University of Maryland Center for Environmental Science
    • University of Maryland Biotechnology Institute
    • Universities at Shady Grove
  • Washington Bible College
  • Washington College
  • Wor-Wic Community College
  • Villa Julie College
Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads