Baltimore

borg í Maryland í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia

Baltimoremap
Remove ads

Baltimore er stærsta borg Marylandríkis í Bandaríkjunum. Hún liggur miðsvæðis í fylkinu, milli Patapsco árinnar og Chesapeake flóans. Borgarhlutinn er oftast kallaður Baltimore-borg sem greinir hana frá aðliggjandi Baltimore-sýslu.

Staðreyndir strax Land, Fylki ...

Íbúar borgarinnar sjálfrar voru 585.708 árið 2020 en á Baltimore-Washington stórborgarsvæðinu svonefnda eru taldar búa tæplega tíu milljónir manna. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg Bandaríkjanna og hefur verið það síðan á 19. öld þegar næstflestir innflytjendur til Bandaríkjanna komu um hana. Þá var hún einnig næststærsta borg landsins.

Remove ads

Saga

Baltimore byrjaði að byggjast 1729. Baltimore er stærsta hafnarsvæði mið-Bandaríkjanna og er nær mörkuðum miðvesturríkjanna en nokkur önnur hafnarborg á austurströndinni. [2] Inner harbor svæði borgarinnar var eitt sinn ein helsta gátt innflytjenda til Bandaríkjanna og stór iðnaðarborg. [3] Eftir að iðnaður lagðist mikið til niður í borginni þá breyttist efnahagur borgarinnar yfir í meiri þjónustu en iðnað.

Íbúar borgarinnar sjálfrar voru árið 2010 620.961 en á Baltimore-Washington stórborgarsvæðinu svonefnda eru taldar búa um 8,4 milljónir manna.[4]. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg Bandaríkjanna og hefur verið það síðan á 19. öld þegar næstflestir innflytjendur til Bandaríkjanna komu um hana. Íbúafjöldi hefur þó dregist saman um þriðjung síðan 1950 er íbúafjöld náði hámarki sínu. Á Baltimore svæðinu búa um 2,7 milljónir manna samkvæmt opinberum tölum árið 2010. Baltimore er 21. stærsta borg landsins.[5]

Borgin er nefnd eftir Lord Baltimore, meðlimi á írsku lávarðadeildinni og upphafsmanni Maryland nýlendunnar. Baltimore er ensk útgáfa írska-gelíska frasans Baile an Tí Mhóir, sem þýðir ‚Borg hins stóra húss‘[6]. Ekki skal rugla borgarnafninu saman við Baltimore, í Cork sýslu á Írlandi sem er nefnd Dún na Séad.[7]

Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads