Max Martini
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Max Martini (fæddur Maximilian Carlo Martini, 11. desember 1969) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Saving Private Ryan, Level 9, The Great Raid og The Unit.
Remove ads
Einkalíf
Martini fæddist í Woodstock, New York-fylkinu en ólst upp í Bandaríkjunum, Kanada og Ítalíu.[1] Martini er með ríkisborgararétt í öllum þremur löndunum.[2]
Martini byrjaði leiklistarferil sinn í Neighborhood Playhouse ásamt því að nema leiklist við Michael Howard Studio í Manhattan, New York. Martini tók sér hlé frá leiklistinni og stundaði nám við School of Visual Arts í Manhattan, þaðan sem hann útskrifaðist með BFA í málun og höggmyndalist. [3]
Martini er meðstofnandi að Theatre North Collaborative í New York, sem er leikfélag og var stofnað af bandarískum og kanadískum leikurum. Hlutverk leikfélagsins er að sýna ný leikverk frá Bandaríkjunum og Kanada.[4]
Martini giftist Kim Restell árið 1997 og saman eiga þau tvö börn.
Remove ads
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Martini var árið 1981 í Bret Maverick. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við High Incident, Nash Bridges, Harsh Realm, Taken, Without a Trace, 24, Burn Notice, Lie to Me, Hawaii Five-0 og CSI: Crime Scene Investigation. Árið 2000 þá var honum boðið hlutverk í Level 9 sem Jack Wiley, sem hann lék til ársins 2001. Martini lék eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Mack Gerhardt frá 2006-2009. Árið 2011 þá var hann með gestahlutverk í nýja dramaþættinum Revenge sem Frank Stevens.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Martini var árið 1988 í Paramedics. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Contact, Cement, Saving Private Ryan á móti Tom Hanks og Matt Damon, Desert Son og The Great Raid.
Leikstjórn og handritshöfundur
Martini leikstýrði kvikmyndinni Desert Son sem kom út árið 1999 og skrifaði hann einnig handritið að myndinni.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Leikstjóri
- 2013: Will Gardner (í frumvinnslu)
- 1999: Desert Son
Handritshöfundur
- 2013: Will Gardner (í frumvinnlu)
- 1999: Desert Son
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads