Kennaraháskóli Íslands
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kennaraháskóli Íslands var háskóli fyrir kennaramenntun á Íslandi. Hann sameinaðist Háskóla Íslands 1. júlí 2008 og varð eitt fimm sviða þar: Menntavísindasvið Háskóla Íslands.[1] Kennaraháskólinn menntaði fyrst og fremst stéttir sem starfa við kennslu, umönnunarstörf og rannsóknir á sviði menntunar- og uppeldisfræða. Nemendur skólans voru um 2300 á B.A., B.Ed. og B.S. sviði en einnig var hægt að stunda við skólann diplómanám og framhaldsnám til M.A.- og doktorsprófs. Kennaraháskólinn starfaði í 100 ár.
Kennaraháskólinn lagði áherslu á fjarnám og nám sem notar ýmsa tæknimiðla eftir 1990. Rúmlega helmingur nemenda skólans stundaði fjarnám þegar skólinn var sameinaður HÍ árið 2008.
Remove ads
Saga
Kennaramenntun á Íslandi hófst í Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1892, fyrst sem stutt námskeið og síðar sem viðbótarbekkur við gagnfræðaskóla.[2] Magnús Helgason prestur var ráðinn kennari við deildina, en hann varð síðar fyrsti skólastjóri Kennaraskólans.[3]
Kennaraskóli Íslands var stofnaður með lögum árið 1907 en kennslan hófst haustið 1908 í nýbyggðu húsi að Laufásvegi 81. Það hús er kallað Gamli kennaraskólinn og er nú friðað. Kennaraskólinn var í fyrstu þriggja ára skóli en var lengdur í fjögur ár árið 1943.[4] Við skólann var starfrækt æfingadeild fyrir æfingakennslu kennaranema. Frá árinu 1947 voru inntökuskilyrði í kennaranám landspróf og gagnfræðapróf en fram að þeim tíma var algengt að nemendur kæmu í skólann eftir eitt eða tvö ár í héraðsskóla, gagnfræðaskóla eða öðrum framhaldsskólum. Auk þess mátti ljúka kennaranámi á einu ári eftir stúdentspróf og var það gert í sérstakri stúdentsdeild.

Fyrsti áfangi nýs húsnæðis skólans við Stakkahlíð var tekinn í notkun árið 1962. Árið 1969 var ný æfingadeild Kennaraskólans tekin í notkun við Háteigsveg og varð fljótlega almennur hverfisskóli, auk þess að gegna hlutverki æfingaskóla fyrir kennaranema. Árið 1997 var nafni æfingadeildarinnar breytt í Háteigsskóla.
Árið 1971 var kennsla við skólann færð á háskólastig og nafni hans breytt í Kennaraháskóli Íslands.
Eftir 1990 var aukin áhersla lögð á framhaldsnám og útskrifuðust fyrstu nemendurnir með M.Ed. gráðu árið 1996.
Nýjar námsbrautir bættust við þegar Kennaraháskólinn, Fósturskólinn, Íþróttakennaraskólinn og Þroskaþjálfaskólinn voru sameinaðir í ársbyrjun 1998. Árið 2008 sameinaðist Kennaraháskólinn Háskóla Íslands og fer kennaramenntun nú fram innan menntavísindasviðs HÍ. Árið 2024 hóf menntavísindasvið flutning úr Stakkahlíð og Skipholti í framtíðarhúsnæði í Sögu við Hagatorg. Á sama tíma var hluti af kennslu Listaháskólans fluttur inn í Stakkahlíð.
Remove ads
Húsakynni
Fyrsti áfangi nýbyggingar Kennaraháskólans við Stakkahlíð í Reykjavík var tekinn í notkun árið 1962. Húsnæðið hýsir nú menntavísindasvið Háskóla Íslands. Á lóð skólans var reistur barnaskóli sem tók við hlutverki æfingadeildarinnar. Hann hét upphaflega Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraháskóla Íslands en heitir nú Háteigsskóli og er einn af grunnskólum Reykjavíkur án sérstakra tengsla við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Nýbyggingin Hamar var reist á lóð skólans í Stakkahlíð og tekin í notkun árið 2002. Kennsla í list- og verkgreinum fer fram í Listgreinahúsi skólans í Skipholti 37. Skrifstofur margra kennara og stofnana innan skólans eru í Skipholti og Bolholti. Árið 2024 hóf menntavísindasvið flutning úr Stakkahlíð í Sögu (áður Hótel Sögu) við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur.
- Kort af húsakynnum KHÍ við Stakkahlíð
- Klettur
- Matsalur, séð inn í Skála
- Aðalinngangur við Stakkahlíð
- Aðalinngangur
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads