Michael Irby

From Wikipedia, the free encyclopedia

Michael Irby
Remove ads

Michael Irby (fæddur Michael Clinton Irby, 16. nóvember 1972) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Unit, Fast Five og Line of Fire.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Irby fæddist í Palm Springs, Kaliforníu[1] en ólst upp í Cabazon, Kaliforníu.[2] Hann stundaði nám við American Academy of Dramatic Arts í New York.

Irby spilaði fótbolta í Evrópu sem meðlimur Team USA áður en hann þurfti að hætta vegna meiðsla.[3]

Irby er giftur Susan Matus og saman eiga þau eitt barn.[4]

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Irby var árið 1997 í Law & Order. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Miami, 24, NCIS: Los Angeles, Chase, CSI: NY og Bones. Árið 2003 þá var honum boðið hlutverk í Line of Fire sem Amiel Macarthur, sem hann lék til ársins 2004. Lék síðan eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Charles Grey frá 2006-2009.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Irby var árið 1997 í Silent Prey. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Piñero, Flightplan, Law Abiding Citizen, Faster og Fast Five.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Tilvísanir

Loading content...

Heimildir

Loading content...

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads