Michael Irby

From Wikipedia, the free encyclopedia

Michael Irby
Remove ads

Michael Irby (fæddur Michael Clinton Irby, 16. nóvember 1972) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Unit, Fast Five og Line of Fire.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Irby fæddist í Palm Springs, Kaliforníu[1] en ólst upp í Cabazon, Kaliforníu.[2] Hann stundaði nám við American Academy of Dramatic Arts í New York.

Irby spilaði fótbolta í Evrópu sem meðlimur Team USA áður en hann þurfti að hætta vegna meiðsla.[3]

Irby er giftur Susan Matus og saman eiga þau eitt barn.[4]

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Irby var árið 1997 í Law & Order. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Miami, 24, NCIS: Los Angeles, Chase, CSI: NY og Bones. Árið 2003 þá var honum boðið hlutverk í Line of Fire sem Amiel Macarthur, sem hann lék til ársins 2004. Lék síðan eitt af aðalhlutverkunum í The Unit sem Charles Grey frá 2006-2009.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Irby var árið 1997 í Silent Prey. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Piñero, Flightplan, Law Abiding Citizen, Faster og Fast Five.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads