Miguel Ferrer

From Wikipedia, the free encyclopedia

Miguel Ferrer
Remove ads

Miguel Ferrer (fæddur Miguel José Ferrer 7. febrúar 1955 - 19. janúar 2017) var bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í RoboCop, Twin Peaks og Crossing Jordan.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Ferrer er fæddur og uppalinn í Santa Monica, Kaliforníu og er af púertó rískum og írskum uppruna. Stundaði leiklist við The Beverly Hills Playhouse[1].

Foreldrar hans eru leikarinn José Ferrer og söngkonan Rosemary Clooney. Ferrer var giftur Leilani Sarelle frá 1991-2003 og saman áttu þau tvö börn. Er nú giftur Lori Weinstrub sem hann giftist árið 2005.

Spilar á trommur í hljómsveitinni Jenerators.

Leikarinn George Clooney er frændi Ferrer gegnum móður hans.

Remove ads

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Ferrer var árið 1981 í Magnum, P.I. Frá 1990-1991 þá lék hann alríkisfulltrúann Albert Rosenfield í Twin Peaks.

Hefur hann komið fram gestaleikari í þáttum á borð við Cagney & Lacey, T.J. Hooker, Hotel, Miami Vice, ER, Will & Grace, Medium, Desperate Housewives, Lie to Me og CSI: Crime Scene Investigation.

Árið 2001 var honum boðið eitt af aðalhlutverkunum í Crossing Jordan sem Dr. Garret Macy, sem hann lék til ársins 2007.

Hefur verið með stórt gestahlutverk í NCIS: Los Angeles sem Owen Granger, hinn nýi aðstoðaryfirmaður NCIS síðan 2012.

Ferrer lést þann 19. janúar árið 2017, þá 61 árs gamall.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Ferrer var árið 1982 í Truckin´ Buddy McCoy. Lék persónuna Bob Morton í RoboCop árið 1987. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Arduous Moon, The Harvest, Hot Shots! Part Deux, The Disappearance of Garcia Lorca, Traffic, Silver City og This Is Not a Movie.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

ALMA-verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsseríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Crossing Jordan.

Action on Film International Film Festival-verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Four Assassins.

Imagen Foundation-verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpi fyrir Crossing Jordan.

Prism-verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Crossing Jordan.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir Traffic.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads