Moira Kelly
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Moira Kelly (fædd 6. mars 1968) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, One Tree Hill, The Lion King og The Cutting Edge.
Einkalíf
Kelly er fædd og uppalin í Queens, New York-borg og er af írskum uppruna. Stundaði hún nám við Marymount Manhattan College.[1]
Kelly er gift viðskiptamanninum Steve Hewitt og saman eiga þau tvö börn.
Ferill
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Kelly var árið 1991 í sjónvarpsmyndinni Love, Lies and Murder. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við To Have & to Hold, The Twilight Zone, Heroes og Numb3rs.
Kelly lék stjórnmálaráðgjafann Mandy Hampton í The West Wing frá 1999 – 2000.
Árið 2003 var Kelly boðið hlutverk í unglingadramanu One Tree Hill þar sem hún lék Karen Roe móður Lucas Scott. Lék hún hlutverkið til ársins 2009.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Kelly var árið 1991 í The Boy Who Cried Bitch. Árið 1992 þá var henni boðið hlutverk í The Cutting Edge sem listskautadansarinn Kate Moseley. Talaði hún inn á fyrir eldri Nölu í The Lion King árið 1994. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Unhook the Stars, Changing Habits, The Safety of Objects og The Beautiful Ordinary.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Verðlaun og tilnefningar
- Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- Teen Choice-verðlaunin
- 2005: Tilnefnd sem besti foreldri í sjónvarpi fyrir One Tree Hill.
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads