Moira Kelly

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Moira Kelly (fædd 6. mars 1968) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, One Tree Hill, The Lion King og The Cutting Edge.

Staðreyndir strax Fædd, Ár virk ...

Einkalíf

Kelly er fædd og uppalin í Queens, New York-borg og er af írskum uppruna. Stundaði hún nám við Marymount Manhattan College.[1]

Kelly er gift viðskiptamanninum Steve Hewitt og saman eiga þau tvö börn.

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Kelly var árið 1991 í sjónvarpsmyndinni Love, Lies and Murder. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við To Have & to Hold, The Twilight Zone, Heroes og Numb3rs.

Kelly lék stjórnmálaráðgjafann Mandy Hampton í The West Wing frá 1999 – 2000.

Árið 2003 var Kelly boðið hlutverk í unglingadramanu One Tree Hill þar sem hún lék Karen Roe móður Lucas Scott. Lék hún hlutverkið til ársins 2009.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Kelly var árið 1991 í The Boy Who Cried Bitch. Árið 1992 þá var henni boðið hlutverk í The Cutting Edge sem listskautadansarinn Kate Moseley. Talaði hún inn á fyrir eldri Nölu í The Lion King árið 1994. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Unhook the Stars, Changing Habits, The Safety of Objects og The Beautiful Ordinary.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Verðlaun og tilnefningar

Screen Actors Guild-verðlaunin
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
Teen Choice-verðlaunin
  • 2005: Tilnefnd sem besti foreldri í sjónvarpi fyrir One Tree Hill.

Tilvísanir

Loading content...

Heimildir

Tenglar

Loading content...
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads