Lindýr

From Wikipedia, the free encyclopedia

Lindýr
Remove ads

Lindýr (fræðiheiti Mollusca) eru stór og fjölbreytt fylking dýra sem inniheldur marga ólíka hópa og ættbálka dýra og má þar nefna samlokur, snigla, smokkfiska og kolkrabba. Sameiginlegt einkenni Lindýra eru að þau eru með mjúkan líkama og flestir flokkar þeirra með kalkskel.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Flokkar ...

Lindýr eru ein fjölbreyttasta fylking hryggleysingja í dýraríkinu og telja yfir 85.000 núlifandi tegundir.[1] Þau finnast í öllum helstu vistkerfum jarðar, einkum í sjó, en einnig í ferskvatni og á landi. Nafnið er dregið af latneska orðinu mollis, sem merkir „mjúkt“, og vísar til mjúks líkama þessara dýra.[2] Lindýr hafa mikil vistfræðileg áhrif og gegna fjölbreyttum hlutverkum í náttúrunni. Þau eru meðal annars bráð fyrir margar lífverur og rándýr fyrir aðrar lífverur , síarar sem að hreinsa vatn og og eru jafnframt meðal fjölbreyttustu hópa steingervinga.

Remove ads

Einkenni

Líkamsbygging lindýra skiptist í þrjá meginhluta: höfuð-fót, innyflahnúð og möttul.[3] Höfuðfóturinn er vöðvaríkur og gegnir hlutverki í hreyfingu og skynjun, þó með breytilegu formi milli hópa – til dæmis þróaður í arma og sogskálar hjá smokkfiskum. Innyflahnúðurinn hýsir helstu líffæri, svo sem meltingarfæri, hjarta og kynfæri. Möttullinn myndar hina einkennandi skel sem er úr kalki og próteinum og veitir bæði stuðning og vörn. Í sumum hópum hefur skelin minnkað eða horfið, en möttullinn gegnir engu að síður lykilhlutverki í líffærakerfi dýranna.[4]

Flest lindýr hafa sérstakt líffæri, skráptungu (radulu), sem notuð er til að skafa eða rífa til sín fæðu. Radula er þó ekki til staðar hjá öllum hópum; samlokur hafa í staðinn þróað síunaraðferð. Blóðrásarkerfi lindýra er yfirleitt opið, en lokað hjá smokkfiskum sem þurfa hraðari súrefnisflutning vegna virkrar hreyfingar. Taugakerfi hópsins er mjög breytilegt; hjá sumum er það einfalt, en hjá smokkfiskum er það eitt það flóknasta sem þekkt er meðal hryggleysingja, með háþróuð skynfæri og mikla greind.[1]

Remove ads

Flokkar

Fylking lindýra skiptist í nokkra flokka sem sýna mikla fjölbreytni í formi og lífsstíl.

  • Sniglar (Gastropoda): eru stærsti flokkurinn og ná yfir bæði landsnigla og sæsnigla. Þeir einkennast af torsion, snúningi á líkamsbyggingu sem færir innyfli og möttul yfir höfuðsvæðið. Sniglar eru fjölbreyttir í lögun og lifnaðarháttum og gegna mikilvægu hlutverki sem beitardýr og stundum sem rándýr.[5]
  • Samlokur (Bivalvia): eru næst stærsti flokkurinn og eru um 15 þúsund tegundir samloka þekktar. Þær hafa tvær tvær samhverfar skeljar sem að eru tengdar með hjörum og hjálpa þeim að verja sig. Samlokur eru síarar og sía þær fæðu úr vatni auk þess að hreinsa það.[5]
  • Smokkfiskar (Cephalopoda): rándýr með lokað blóðrásarkerfi, flókið taugakerfi og háþróuð skynfæri; til þeirra teljast meðal annars kolkrabbar og smokkfiskar
  • Aðrir flokkar, svo sem nökkvar (Polyplacophora), hyrnuskeljar (Scaphopoda) og ormlaga skelleysingjar (Aplacophora), eru minna þekktir en veita mikilvægar vísbendingar um þróun hópsins.[1][2]
Remove ads

Vistfræði

Lindýr gegna lykilhlutverki í vistkerfum. Samlokur eru áhrifamiklir síarar sem hreinsa vatn og stuðla að hringrás næringarefna. Þær mynda einnig búsvæði fyrir aðrar lífverur þegar að þær safnast saman í þyrpingar. Sniglar eru mikilvæg beitardýr sem neyta þörunga og smádýra og hafa þannig áhrif á framvindu líffélaga í fjörum. Smokkfiskar og kolkrabbar eru virkir rándýr sem stýra jafnvægi í fæðuvefjum með því að neyta fiska, krabbadýra og annarra smærri lindýra á Íslandi.[3]

Lindýr eru einnig mikilvæg fæða fyrir fjölmörg önnur dýr, þar á meðal fiska, fugla og spendýr. Þau hafa því áhrif á mörg þrep í fæðukeðjunni. Sumar tegundir hafa þróað sérhæfðar varnir, til dæmis geta smokkfiskar breytt lit og áferð húðar til að fela sig, og sumir sæsniglar safna eiturefnum úr fæðu sinni og nýta sem vörn gegn rándýrum.[4]

Lindýr á Íslandi

Á Íslandi er fjöldi tegunda lindýra, bæði í fjörum og á dýpri hafsvæðum. Kræklingur (Mytilus edulis) er algengur í fjörum og myndar oft þéttar þyrpingar sem hafa vistfræðileg áhrif með síun og sem búsvæði fyrir aðrar lífverur. Kúfskel (Arctica islandica) er ein merkasta tegund lindýra við Ísland, þar sem hún getur orðið yfir 400 ára gömul. Aldursgreining á skeljum hennar hefur verið notuð til að rekja breytingar í loftslagi og sjávarhita um aldir.[6] Hörpudiskur (Chlamys islandica) er einnig áberandi við Ísland, bæði sem hluti vistkerfa og í atvinnulífi. Fjölbreyttir sæsniglar finnast í fjörum landsins og gegna hlutverki sem beitardýr á þörungum og smádýr.[7]

Remove ads

Þróun og steingervingar

Lindýr eiga sér langa þróunarsögu og eru meðal elstu dýrahópa sem birtast í steingervingum frá upphafi kambríum, fyrir um 540 milljónum ára. Þróun þeirra hefur leitt til fjölbreyttra aðlögunarleiða, allt frá hægfara botndýrum til virkra rándýra með flókið taugakerfi. Smokkfiskar hafa vakið sérstaka athygli þróunarlíffræðinga þar sem þeir hafa þróað flókin skynfæri, sjón sem ber saman við sjón hryggdýra og vitsmunalega hegðun sem er óvenjuleg meðal hryggleysingja.[1]

Remove ads

Niðurstaða

Lindýr eru ein fjölbreyttasta fylking dýraríkisins og hafa aðlagast nánast öllum vistkerfum jarðar. Þau gegna lykilhlutverki í fæðuvefjum, stuðla að hringrás næringarefna og veita innsýn í þróun lífs á jörðinni. Á Íslandi eru lindýr áberandi, og tegundir á borð við kúfskel veita ómetanlegar upplýsingar um umhverfissögu og loftslagsbreytingar. Fjölbreytni og líffræðilegt mikilvægi lindýra undirstrikar þörfina fyrir áframhaldandi rannsóknir og verndun þeirra.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads