Monera

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Monera (úr grísku μονήρης moneres „stakur“) var áður ríki einfruma dreifkjörnunga. Nú er dreifkjörnungum skipt milli tveggja léna: gerla og fyrna.[1][2]

Fyrstur til að stinga upp á fylkinu Monera var Ernst Haeckel árið 1866. Löngu síðar, eða árið 1925, stakk Édouard Chatton upp á því að gera það að sérstöku ríki. Það var eitt af fimm ríkjum í kerfi Roger Whittaker árið 1969.[3] Whittaker skipti einfrumungum í dreifkjörnunga (Monera) og heilkjörnunga (Protista). Whittaker var samt á þeirri skoðun að ríki hans væru ekki einstofna.[1] Árið 1977 sýndu Carl Woese og George Fox fram á að fyrnur væru jafn óskyldar bakteríum og heilkjörnungum, sem vakti mikla athygli og deilur. Sumir vísindamenn, líkt og Thomas Cavalier-Smith, hafna því að fyrnur eigi heima í sérflokki og vilja enn flokka þær með bakteríum.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads