Naalakkersuisut

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Naalakkersuisut, grænlenska ríkisstjórnin (áður grænlenska landsstjórnin) er handhafi framkvæmdavaldsins í stjórnkerfi grænlensku heimastjórnarinnar. Hún er ríkisstjórn í innanlandsmálum Grænlands og er formaður ríkisstjórnarinnar, Naalakkersuisut siulittaasuat, ígildi forsætisráðherra. Stjórnin situr í skjóli meirihluta grænlenska þingsins, Inatsisartut, þar sem eiga sæti 31 fulltrúi. Frá 1979 til 2009 var ríkisstjórn Grænlands kölluð grænlenska landsstjórnin og formaður hennar landsstjórnarformaður. Saman mynda ríkisstjórn og þing Heimastjórn Grænlands.[1]

Fyrstu landsþingskosningarnar á Grænlandi voru haldnar árið 1979 og eru þær að jafnaði á fjögurra ára fresti. Jonathan Motzfeldt úr Siumut, flokki jafnaðarmanna, varð fyrsti formaður landsstjórnarinnar. Núverandi formaður (2021) er Jens-Frederik Nielsen úr Demókrötum.

Remove ads

Núverandi ríkisstjórn (2025-)

  • Jens-Frederik Nielsen, formaður
  • Múte B. Egede, fjármál og skattamál
  • Vivian Motzfeldt, utanríkismál og rannsóknir
  • Nivi Olsen, menntamál, íþróttir og kirkjumál
  • Naaja H. Nathanielsen, iðnaður, námavinnsla, löggæsla og jafnréttismál
  • Anna Wangenheim, heilsugæsla og fötlunarmál
  • Maasi Pedersen, börn, æskulýðsmál og fjölskyldumál
  • Peter Borg, sjávarútvegsmál, landbúnaður og umhverfismál
  • Bentiaraq Ottosen, félagsmál, atvinnumál og innanríkismál
  • Aqqaluaq B. Egede, húsnæðismál, innviðir og ystu byggðir
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads