Jens-Frederik Nielsen
Formaður landstjórnar Grænlands From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jens-Frederik Nielsen (f. 22. júní 1991) er grænlenskur stjórnmálamaður og badmintonspilari. Nielsen er formaður grænlenska Lýðræðisflokksins (Demokraatit).[1]
Remove ads
Æviágrip
Jens-Frederik Nielsen hefur numið félagsvísindi við Háskóla Grænlands (Ilisimatusarfik) í Nuuk. Nielsen sinnti stjórnsýslustörfum fyrir grænlenska Lýðræðisflokkinn, Demokraatit, þar til hann var útnefndur vinnu- og auðlindaráðherra í sjöundu ríkisstjórn Kims Kielsen þann 29. maí 2020. Þann 8. júní 2020 var Nielsen kjörinn nýr flokksleiðtogi án mótframboðs. Í þingkosningum Grænlands árið 2021 tapaði Lýðræðisflokkurinn illa og Jens Frederik Nielsen hlaut ekki nema þriðja flest atkvæði af frambjóðendum flokksins og hið síðasta af þremur þingsætum sem flokkurinn vann. Flokkurinn lenti hins vegar í fyrsta sæti í þingkosningum Grænlands árið 2025 og Nielsen hlaut flest atkvæði allra frambjóðenda.[2]
Remove ads
Badmintonferill
Nielsen varð Grænlandsmeistari í badminton í fyrsta skipti árið 2012 og hefur síðan þá unnið mörg verðlaun. Hann hefur einnig tekið þátt í Eyjaleikunum nokkrum sinnum.
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads