Nayeon
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Im Na-yeon (kóreska: 임나연; fædd 22. september 1995), einnig þekkt sem Nayeon, er suður-kóresk söngkona. Hún varð fræg sem meðlimur í stúlknahljómsveitinni Twice, sem var stofnuð af JYP Entertainment í gegnum raunveruleikaþáttinn Sixteen (2015).
Nayeon gaf út stuttskífuna (EP) sína, Im Nayeon, í júní 2022. Platan náði efsta sæti á Circle Album Chart í Suður-Kóreu og sjöunda sæti á US Billboard 200, sem gerði hana að fyrsta suður-kóreska sólólistamanninum til að komast í efstu tíu á þeim vinsældalista. Aðal lagið Pop! náði öðru sæti á Circle Digital Chart í Suður-Kóreu og fór í topp tíu í sex löndum. Árið 2024 fékk Nayeon annað topp-sæti á Circle Album Chart og aðra topp-tíu stöðu á US Billboard 200 með sinni annarri stuttskífu Na.
Remove ads
Æska
Im Na-yeon fæddist 22. september 1995 í Gangdonghverfi, Seúl í Suður-Kóreu.[1] Sem barn tók Nayeon þátt í fyrirsætukeppni og var þá skráð af JYP Entertainment. Þrátt fyrir að móðir hennar hafi upphaflega komið í veg fyrir að hún færi í skemmtanabransann vegna ungs aldurs,[2][3] sótti Nayeon í leyni opið prufuhald hjá fyrirtækinu 15. september 2010 og varð þar með þjálfunarnemi.[4][5][6] Árið 2014 átti hún að frumsýna í stúlknahljómsveit sem átti að heita 6mix, en frumraun hópsins var aflýst þegar tveir meðlimir yfirgáfu JYP Entertainment.[7][8][9] Hún kom einnig fram í öðru þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Dream High 2 árið 2012.[10]
Menntun
Nayeon útskrifaðist úr Seoul Myeongwon-grunnskólanum, Seongdeok-stúlknaskólanum og Apgujeong-menntaskólanum.[11] Áður en hún fór í Twice var hún nemandi við Konkuk-háskóla í leiklistar- og kvikmyndadeild.[12][13][14] Á árinu 2018, á What Is Love? tímabilinu, upplýsti hún að hún hefði tekið sér „leyfi frá námi“ vegna annríkis í starfi.[15][16]
Remove ads
Ferill
Árið 2015 tók Nayeon þátt í raunveruleikaþættinum Sixteen, keppni sem átti að ákveða meðlimi nýrrar stúlknahljómsveitar JYP Entertainment sem skyldi bera nafnið Twice.[17][18] Hún var ein af níu þátttakendum sem komust í lokahópinn[19] og í október sama ár debutaði hún formlega sem meðlimur Twice með útgáfu fyrstu stuttskífu þeirra (EP), The Story Begins.[20][21]
Hinn 19. maí 2022 var tilkynnt að Nayeon myndi hefja sólóferil sinn með útgáfu fyrstu smáskífunnar Im Nayeon þann 24. júní.[22] Diskurinn inniheldur sjö lög, þar á meðal aðal lagið „Pop!”, og samstarf við Wonstein og Felix úr Stray Kids. „Pop!” náði öðru sæti á Circle Digital Chart í Suður-Kóreu.[23] Þann 10. júlí fékk Nayeon sinn fyrsta sigur á tónlistarþættinum SBS Inkigayo.[24] Hún hlaut verðlaunin Best Female Artist á MAMA Awards 2022.[25]
Önnur suttskífa Nayeon, Na, kom út 14. júní 2024.[26] Hún inniheldur sjö lög, þar á meðal aðal lagið „ABCD”, og samstarf við Sam Kim og Julie úr Kiss of Life.[27] Í febrúar 2025 hélt Nayeon sína fyrstu sólótónleika í Japan á Beat AX Vol.5, tónlistarhátíð sem Nippon Television hélt í Ariake Arena.[28] Eftir tónleikanna náði túlkun hennar á laginu „Kimagure Romantic” eftir Ikimonogakari vinsældum á samfélagsmiðlum og upprunalega lagið fór aftur inn á vinsældalista á streymisveitum. Að beiðni Ikimonogakari gaf Nayeon út sína útgáfu sem stafræna smáskífu 30. maí.[29]
Hinn 4. júlí 2025 kom Nayeon fram á Kaohsiung Beer Rock Festival, og varð þar með fyrsti meðlimur Twice til að spila á tónleikum í Taívan.[30]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
