Netfang
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Netfang er auðkenni notanda tölvupósts. Það er samsett úr notandanafni og DNS-léni sem eru aðgreind með at-merki (@), venjulega borið fram „att“ eða „hjá“. Dæmi um netföng eru is@wikipedia.org og wikipedia@example.com.
Forskeytið mailto: er skrásett hjá IANA og má því nota til að tilgreina að um netfang sé að ræða þegar maður slær það inn í vafraglugga eða í tengli í HTML-kóða. Einnig er hægt að bæta við eigindum svo sem subject (efni) og body (innihaldi) eftir ? í slóðinni.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads