Novator
From Wikipedia, the free encyclopedia
Novator er fjárfestingarfélag sem er í 70% eigu Samson ehf sem er eignarhaldsfélag sem er í stærstu eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar.[1] Novator var stofnað árið 2008. Í kjölfarið voru stofnum ýmis félög í eigu Björgólfs með nafninu Novator, þar meðal annars voru 9 stofnuð í Luxemborg. Þau eru Novator Pharma, Novator Pharma I, Novator Finco, Novator Finance Bulgaria, Novator Medical Sweden, Novator Telecom Poland, Novator Telecom Bulgaria, Novator Credit Luxembourg og Novator Telecom Finland.[2]
Novator | |
![]() | |
Rekstrarform | Einkahlutafélag |
---|---|
Stofnað | 2008 |
Staðsetning | London, Reykjavík |
Lykilpersónur | Björgólfur Thor Björgólfsson |
Starfsemi | Eignarhaldsfélag |
Vefsíða | www.novator.is |
Í október árið 2007 var samskiptafyrirtækið Nova stofnað, sem sérhæfði sig þá í 3G tækninni (en er nú líka með 5G farsíma- og netþjónustu), sem dótturfélag Novators.
Kaup á Actavis
Samson fjárfesti í Pharmaco árið 2000 og sama ár sameinaðist Pharmaco Balkanpharma og svo Delta árið 2001. Árið 2004 var Pharmaco breytt í Actavis.[3]
Novator Pharma keypti Actavis sem var þá að mestu í eigu Samson ehf sem einnig er félag Björgólfs, fyrir 1000 milljarða króna[4] og voru þau kaup fjármögnuð af Deutsche Bank. Það var jafnframt stærsta einstaka lán bankans.[4]
Lán Novators Pharma fyrir kaupunum á Actavis nam 700 milljörðum króna í ágúst 2009.[4] Deutsche Bank þurfti að afskrifa 407 milljónir evra, eða um 66 milljarða íslenskra króna, vegna Actavis árið 2011 og síðar var Actavis selt erlendum aðilum.
Eignir
- Nova
- Amber Sports (10,5%)
- Elisa (10%)
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.