Ofurmáni
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Í stjörnufræði kallast ofurmáni þegar fullt eða nýtt tungl er næst jörðu. Fjarlægð tunglsins frá jörðu er breytileg eftir því hvar það er statt á sporöskjulagaðri braut sinni, er minnst um 363.000 km, kallað jarðnánd, og mest um 406.000 km, kallað jarðfirð, en að meðaltali er fjarlægðin um 384.000 km.
Skilgreining
Árið 1979 skilgreindi stjörnuspekingurinn Richard Nolle ofurmána þannig: „...nýtt eða fullt tungl sem verður þegar tunglið er í eða nálægt (innan 90% frá) minnstu fjarlægð frá jörðu á braut sinni (í jarðnánd). Í stuttu máli: jörð, tungl og sól eru í beinni línu með tunglið í jarðnánd.“ — Orðalagið „innan 90% frá“ er óskýrt, en dæmi á vefsíðu Nolles sýnir að hann á við að tunglið sé innan lægsta tíunda hluta af fjarlægðarbili sínu.
Áhrif sólar og tungls á flóð og fjöru eru mest þegar tungl er nýtt eða fullt og mun meiri þegar ofurmáni er þótt ekki muni þar miklu.
Remove ads
Tengsl ofurmána við náttúruhamfarir
Margir trúa því að ofurmáni geti valdið ofsaveðrum, stórflóðum og fellibyljum jafnvel eldgosum. Til dæmis létust 71 í fellibyl í bænum Darwin í Ástralíu 1974 þegar ofurmáni var og eins var ofurmáni árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew geisaði, en hann olli miklum usla í Flórída, þar sem yfir 200.000 manns misstu heimili sín af hans völdum. Engar sannanir liggja þó fyrir um að hægt sé að tengja ofurmána við hamfarir og tíðni þeirra þessa daga virðist ekki vera meiri en aðra daga.
Þótt rannsóknir sýni smá fylgni milli smárra grunnra jarðskjálfta og hreyfingar tunglsins eru engar sannanir fyrir því að tunglið geti haft áhrif á stóra jarðskjálfta.
Remove ads
Dagsetningar ofurmána 1950 – 2050
Ofurmáni er að jafnaði fjórum til sex sinnum á ári[1]. Hér er listi yfir þá mestu milli áranna 1950 til 2050. Þeir almestu eru oftast á uþb. 19 ára fresti.
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads