Fellibylur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fellibylur (fellistormur eða felliveður) er sérlega kröpp lægð sem myndast í hitabeltinu og fær kraft sinn úr uppstreymi lofts í kringum stormaugað. Mikið af raka þéttist í uppstreyminu og skilar við það varmaorku sem nýtist við að knýja vindinn. Í öðrum heimshlutum eru ýmis orð notuð um fellibyl. Til dæmis nefnast fellibyljir austurlanda fjær týfónar. Fellibyljir valda oft mjög miklu tjóni.
| Árstíðir |
| Tempraða beltið |
| Vor • Sumar • Haust • Vetur |
| Hitabeltið |
| Þurrkatími • Regntími |
| Óveður |
| Stormur • Fellibylur Skýstrokkur • Öskubylur |
| Úrkoma |
| Þoka • Súld • Rigning Slydda • Haglél • Snjókoma |
| Viðfangsefni |
| Veðurfræði • Veðurspá Loftslag • Loftmengun Hnattræn hlýnun • Ósonlagið Veðurhvolfið |
Fellibyljum má skipta í fimm flokka eftir styrkleika:
Remove ads
Orðaruglingur
Varast ber að rugla saman fellibyl, fárviðri, hvirfilbyl og skýstrokkum. Fárviðiri er þegar vindur nær 32 m/s (eða 12 vindstigum). Enska orðið yfir 12 vindstig er hurricane, en það er einnig notað yfir fellibyli, en þeir eiga alltaf uppruna sinn í hitabeltinu. Í ensku er orðinu tropical (hitabeltis-) bætt framan við þannig að tropical hurricane er fellibylur. Stundum er hurricane þýtt sem hvirfilvindur eða hvirfilbylur. Þessi þýðing þykir afar óheppileg (þó hún sé ekki í sjálfu sér röng) vegna þess að hún leiðir til ruglings við annað og gjörsamlega óskylt veðurfyrirbrigði - skýstrokkinn. Skýstrokkur er það sem á ensku nefnist tornado (stundum twister). Skýstrokkar eru mjög litlir um sig, oftast nokkrir tugir eða fáein hundruð metra í þvermál og eru oftast fylgifiskar veðraskila og þrumuveðra, sem slíkum skilum fylgja. Svo vill til að skýstrokkar eru mjög algengir í Bandaríkjunum og einkum þó á sléttunum miklu. Þar koma fellibylir hins vegar aldrei í heilu lagi.
Remove ads
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads