Pólska
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Pólska (język polski) er slavneskt indóevrópskt tungumál. Það er opinbert tungumál í Póllandi og er eitt mest talaða vesturslavenska tungumálið. Pólska er rituð með latnesku letri með fáeinum stöfum í viðbót. Málið er talað um mest allt Pólland. Elstu textar eru frá 12. öld. Bókstafir sem er að finna í pólska ritmálinu en finnast ekki í því íslenska: ą, ć, ę, ł, ń, ś, ź, ż. Föll eru sjö en ásamt þeim fjórum sem við þekkjum úr íslensku eru ávarpsfall, staðarfall og tækisfall. Nefnifall og ávarpsfall falla oft saman. Sagnorð beygjast í persónum og tölum.
Remove ads
Fáein orð og setningar
Polska | Pólland |
Polak (k)/ Polka (kv) | Pólverji |
polski (lo.) | pólskur |
polski (so.) | pólska |
Cześć | Sæl(l)/Halló |
Dzień dobry | Góðan daginn |
Dobry wieczór | Góða kvöldið |
Dobranoc | Góða nótt |
Do widzenia | Vertu sæl(l) (bein þýð: „Sjáumst síðar“) |
Dziękuję | Takk |
Dobra robota! | (Þetta var) vel gert! (um verk). |
Bardzo dobra robota! | (Þetta var) mjög vel gert! (um verk). |
Nieźle! | Ekki slæmt. |
Nie ma mowy! | Kemur ekki til greina! (bein þýð "það er ekkert um að tala") |
Co jest? | Hva segir´ún/segir´ann? |
Bardzo mi miło | Gaman að kynnast þér. |
Jaka cena? | Hvað kostar þetta? |
Jedno piwo | Einn bjór |

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Pólska.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads