Staðarfall

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads
Remove ads

Staðarfall (locativus) er fall í málfræði sem á við um dvöl á (einhverjum) stað.

Nánari upplýsingar Föll í málfræði ...

Meðal tungumála sem hafa staðarfall má nefna latínu, sem á elsta stigi málsins hafði sérstakt staðarfall, þótt það hafi síðar horfið að mestu úr málinu. Þá tók staðarsviptifall (ablativus loci) við hlutverki staðarfallsins. Eigi að síður eru eintaka leifar eftir að stafarfalli í klassískri latínu, t.d.: domi (heima), humi (á jörðinni) og ruri (uppi í sveit).

Í öðrum málum hefur þágufall tekið yfir notkun staðarfallsins, t.d. í forngrísku og íslensku.

Í íslensku er staðarfall ekki til en í þess stað er notað staðarþágufall þar sem forsetningum í eða á er sleppt og staðarnafnið er þess í stað notað í þágufalli.[1] Það er t.d. notað í póstfangi, upphafi bréfa og niðurlagi skjala.

Dæmi um staðarþágufall utan á bréfi:

Jón Jónsson
Suðurgötu 109
220 Hafnarfirði
Ísland

Hér er Suðurgata höfð í staðarfalli, sem og Hafnarfjörður.

Remove ads

Sjá einnig

Heimildir

Loading content...

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads