Paul Allen
From Wikipedia, the free encyclopedia
Paul Allen (f. 21. janúar 1953; d. 15. oktober 2018) var bandarískur fjárfestir og annar stofnenda hugbúnaðarrisans Microsoft, ásamt Bill Gates, árið 1975. Í mars 2012 var hann talinn vera 48. ríkasti maður heims. Fjárfestingar hans og framlög til góðgerðamála fara í gegnum fjárfestingafélag hans Vulcan Inc. Meðal eigna hans má nefna fótboltaliðið Seattle Seahawks, körfuknattleiksliðið Portland Trail Blazers, kvikmyndafyrirtækið Vulcan Productions og risasnekkjuna Octopus. Hann stóð á bak við fyrsta einkarekna mannaða geimflugið, SpaceShipOne, árið 2004.

Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.