Pearl Jam
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Pearl Jam er bandarísk rokk eða grugg-hljómsveit sem stofnuð var árið 1990. Hljómsveitin var þekkt sem ein af lykilhljómsveitum gruggtónlistarstefnunnar við upphaf 10. áratugarins. Hún var stofnuð á rústum hljómsveitarinnar Mother Love Bone en eftir andlát söngvara þeirrar sveitar, Andrew Wood, sendi Eddie Vedder sem bjó í San Diego á þeim tíma hljómsveitinni demó-kasettu með söng og lögum. Meðlimirnir hrifust af söngnum og textagerð og buðu hann velkominn í hljómsveitina.

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar var Ten en hún er mest selda plata sveitarinnar. Síðar fór sveitin í tilraunakenndara rokk t.d. með plötunni No Code og vinsældir dvínuðu. [1]
Pearl Jam hefur lagt ýmsum samfélagslegum málefnum lið og hefur meðal annars stutt baráttu fyrir fóstureyðingum og unga drengi sakfelldir fyrir morð (West Memphis Three).
Sveitin hefur verið með nokkra trommara. Matt Cameron sem var í grugg-sveitinni Soundgarden trommaði fyrir sveitina frá 1998 til 2025. [2]
Remove ads
Meðlimir
- Eddie Vedder – söngur og gítar (1990–)
- Mike McCready – gítar og bakraddir(1990–)
- Stone Gossard – gítar og bakraddir (1990–)
- Jeff Ament – bassi og bakraddir (1990–)
Fyrrum meðlimir
- Matt Cameron – trommur og bakraddir (1998–2025)
Hljómplötur
Breiðskífur
- Ten (1991)
- Vs. (1993)
- Vitalogy (1994)
- No Code (1996)
- Yield (1998)
- Binaural (2000)
- Riot Act (2002)
- Pearl Jam (2006)
- Backspacer (2009)
- Lightning Bolt (2013)
- Gigaton (2020)
- Dark Matter (2024)
Hlekkir
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads